Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 23. mars 2011 21:06 Sigurður Þorsteinsson, lengst til vinstri, tryggði Keflavík framlengingu í blálokin. Mynd/Valli Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira