Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 23. mars 2011 20:48 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga