Haukar hætta við að áfrýja dómnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 15:53 Margrét Kara, til hægri, í leik með KR. Mynd/Daníel Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41
Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45
María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07
María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52