Fyrsta tap Mourinho á heimavelli í níu ár - vann 150 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 17:54 Jose Mourinho hafði ekki tapað í 150 deildarleikjum í röð. Nordic Photos / AFP Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar) Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar)
Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira