Sebastian Alexanderson í Fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 09:15 Sebastian gengur frá samningnum við Fram. Mynd/Fram.is Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira