Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Aron Guðmundsson skrifar 13. janúar 2026 21:20 Guðmundur Guðmundsson furðar sig á því að hafa ekki verið boðið að taka þátt í heimildarmynd um uppgang og sigursæla tíma danska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, er svekktur með að hafa ekki verið boðið að taka þátt í heimildarmynd um uppgang og sigursæla tíma liðsins. Fyrrverandi leikmenn gagnrýna ýmis vinnubrögð hans í myndinni. Guðmundur segir þá baktala sig og fara með rangt mál. Í nýrri heimildarmynd, sem sýnd var á TV 2 í Danmörku í kvöld og birt samtímis á YouTube rás EHF og ber nafnið Founding Fathers eru mikils metnir menn frá uppgangstíma danska karlalandsliðsins í handbolta fengnir til þess að spjalla saman um sigursæla tíma liðsins. Er þar að finna núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins sem og þjálfara á borð við Nicolai Jacobsen og Ulrik Wilbek. Athygli vekur þó að Guðmundur Guðmundsson, maðurinn sem stýrði danska landsliðinu til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016, á ekki sæti við borðið og í samtali við TV 2 furðar hann sig á því. Guðmundur tók við þjálfun danska landsliðsins árið 2014 og stýrði því um tveggja og hálfs árs skeið þar sem gekk mikið á þegar kom að Ólympíuleikunum árið 2016. Greint hefur verið frá því hvernig Ulrik Wilbek, þáverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og landsliðsþjálfari danska landsliðsins áður en Guðmundur tók við, reyndi að bola Íslendingnum úr starfi níu dögum fyrir úrslitaleik Ólympíuleikana. Framvinda sem endaði með því að leikmenn danska landsliðsins stóðu með Guðmundi og á endanum þurfti Wilbek að taka pokann sinn og Danir unnu gullið í fyrsta sinn á leikunum. Sögðu frelsi sitt skert Í heimildarmyndinni sem sýnd var í kvöld ræddu Hans Lindberg og Lasse Svan, leikmenn sem spiluðu undir stjórn Guðmundar á þessum tíma, um breytingarnar sem urðu á högum danska landsliðsins eftir að Íslendingurinn tók við og voru þeir ekki sáttir með allt. „Það voru hlutir sem breyttust. Hvar á ég eiginlega að byrja,“ segir Hans Lindberg. „Við fórum í að sitja vídjófundi klukkutíma fyrir æfingu. Æfingin var kannski klukkan hálf tíu um morguninn, við vorum að mæta í morgun mat hálf átta, fórum svo á vídjófund og síðan á æfingu. Upplifunin var sú að við hefðum aldrei tíma til að gera neitt. Við áttum að gera svo margt á svo skömmum tíma. Ég tel að það hafi skapað smá stress í hópnum. Það var rifið strax í handbremsuna. Við áttum að æfa tvisvar sinnum á dag, tvo klukkutíma í senn og sitja svo tveggja klukkustunda vídjófundi. Þetta var bara þungt.“ Hans Lindberg í leik með danska landsliðinu Lasse Svan vill meina að frelsi leikmanna hafi verið skert frá því sem áður var. „Við vorum vanir því að vera í smá frjálsu umhverfi. Það varð allt svolítið takmarkað með innkomu Guðmundar. Hann var með skýra sýn á það hvernig hann vildi að sín lið spiluðu,“ bætti Lasse Svan við og sagði það upplifun margra leikmanna að Guðmundur hlustaði ekki á þá þegar að þeir reyndu að nálgast hann með hugmyndir um leikskipulag liðsins. „Vegna þess að hlutina átti að gera á hans hátt. Það hafði gengið upp hjá honum áður en hann tók við danska landsliðinu, ég get því skilið hans nálgun á þetta og trú hans á hugmyndafræði sinni. En það var menningarmunur þarna. En þetta gekk upp hjá okkur árið 2016 þrátt fyrir þetta. Það er hægt að sætta sig við margt svo lengi sem maður er að vinna leiki.“ „Stenst ekki skoðun“ Heimildarmyndin er, eins og áður sagði, framleidd af Evrópska handknattleikssambandinu í aðdraganda komandi Evrópumóts en Guðmundi var ekki boðið að taka þátt í umræðum í henni. Í samtali við TV 2 hafnar Guðmundur gagnrýni á sín störf og undrast það að hafa ekki verið boðið sæti við borðið. Guðmundur Guðmundsson á sínum tíma sem landsliðsþjálfari DanmerkurVísir/Getty „Ég hef séð umræðuna í myndinni þar sem rætt er um mín störf og tímabilið frá árinu 2014 til 2017 þar sem að ég þjálfaði liðið og ég get ekki betur séð en að þar hafi nokkrir við borðið ákveðið að baktala mig og margt af því sem sagt er um æfingaálag og vídjófundi stenst bara ekki skoðun. Mér finnst það dónalegt af þeirra hálfu að veita mér ekki það tækifæri að vera viðstaddur til þess að svara nokkrum af þeim spurningum er varða mig sem bornar eru upp í myndinni. Ég er sár yfir því að hafa ekki verið boðið að taka þátt í gerð þessarar myndar.“ Guðmundur segir að fyrrverandi leikmönnum hans sé frjálst að tjá sig. „En staðreyndirnar verða að vera réttar.“ Náði aðalmarkmiðinu Ulrik Wilbek, maðurinn sem reyndi að bola Guðmundi úr starfi á sínum tíma á hins vegar sæti við borðið og segir hann danska sambandið ekki hafa fyrirséð þann menningarmun sem var á hugmyndafræði Guðmundar og þeirri sem hafði verið við lýði hjá danska landsliðinu áður. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari og íþróttastjóriVísir/getty „Handboltalega séð sem og faglega var ekki hægt að setja neitt út á Guðmund. En það sem ég hafði ekki séð fyrir, verð ég að viðurkenna, var þessi stóri menningarmunur. Þessi mikla áhersla á vídjófundi. Eitthvað sem leikmenn voru ekki sammála honum um. Ég þekki þó engan með jafn mikla ástríðu gagnvart handbolta eins og hann. Það var bara eitthvað í sambandi við þennan menningarmun sem við höfðum ekki fyrirséð.“ Guðmundur gerði þó það sem var sett fram sem aðalmarkmið danska landsliðsins undir hans stjórn. Að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2016. Í fyrsta sinn í sögu danska landsliðsins. „Það var markmiðið sem við settum Guðmundi þegar að hann var ráðinn í starfið,“ segir Ulrik. „Það var frábært en á þeim tímapunkti getum við í fullri hreinskilni sagt að samstarfið var komið á lokametrana. Það var ekki mikið eftir af hans samningi og óánægja til staðar.“ Guðmundi til tekna sé þó sú staðreynd að hann sé trúr sinni hugmyndafræði. „Ég tel mikilvægt að halda því á lofti að honum hafi ekki mistekist með danska landsliðinu á sínum tæpu þremur árum með liðið. Hann vann fyrsta Ólympíugullið í sögu danska karlalandsliðsins en það voru vandamál til staðar sem gerðu það að verkum að samstarfið gekk bara ekki upp lengur.“ Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Í nýrri heimildarmynd, sem sýnd var á TV 2 í Danmörku í kvöld og birt samtímis á YouTube rás EHF og ber nafnið Founding Fathers eru mikils metnir menn frá uppgangstíma danska karlalandsliðsins í handbolta fengnir til þess að spjalla saman um sigursæla tíma liðsins. Er þar að finna núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins sem og þjálfara á borð við Nicolai Jacobsen og Ulrik Wilbek. Athygli vekur þó að Guðmundur Guðmundsson, maðurinn sem stýrði danska landsliðinu til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016, á ekki sæti við borðið og í samtali við TV 2 furðar hann sig á því. Guðmundur tók við þjálfun danska landsliðsins árið 2014 og stýrði því um tveggja og hálfs árs skeið þar sem gekk mikið á þegar kom að Ólympíuleikunum árið 2016. Greint hefur verið frá því hvernig Ulrik Wilbek, þáverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og landsliðsþjálfari danska landsliðsins áður en Guðmundur tók við, reyndi að bola Íslendingnum úr starfi níu dögum fyrir úrslitaleik Ólympíuleikana. Framvinda sem endaði með því að leikmenn danska landsliðsins stóðu með Guðmundi og á endanum þurfti Wilbek að taka pokann sinn og Danir unnu gullið í fyrsta sinn á leikunum. Sögðu frelsi sitt skert Í heimildarmyndinni sem sýnd var í kvöld ræddu Hans Lindberg og Lasse Svan, leikmenn sem spiluðu undir stjórn Guðmundar á þessum tíma, um breytingarnar sem urðu á högum danska landsliðsins eftir að Íslendingurinn tók við og voru þeir ekki sáttir með allt. „Það voru hlutir sem breyttust. Hvar á ég eiginlega að byrja,“ segir Hans Lindberg. „Við fórum í að sitja vídjófundi klukkutíma fyrir æfingu. Æfingin var kannski klukkan hálf tíu um morguninn, við vorum að mæta í morgun mat hálf átta, fórum svo á vídjófund og síðan á æfingu. Upplifunin var sú að við hefðum aldrei tíma til að gera neitt. Við áttum að gera svo margt á svo skömmum tíma. Ég tel að það hafi skapað smá stress í hópnum. Það var rifið strax í handbremsuna. Við áttum að æfa tvisvar sinnum á dag, tvo klukkutíma í senn og sitja svo tveggja klukkustunda vídjófundi. Þetta var bara þungt.“ Hans Lindberg í leik með danska landsliðinu Lasse Svan vill meina að frelsi leikmanna hafi verið skert frá því sem áður var. „Við vorum vanir því að vera í smá frjálsu umhverfi. Það varð allt svolítið takmarkað með innkomu Guðmundar. Hann var með skýra sýn á það hvernig hann vildi að sín lið spiluðu,“ bætti Lasse Svan við og sagði það upplifun margra leikmanna að Guðmundur hlustaði ekki á þá þegar að þeir reyndu að nálgast hann með hugmyndir um leikskipulag liðsins. „Vegna þess að hlutina átti að gera á hans hátt. Það hafði gengið upp hjá honum áður en hann tók við danska landsliðinu, ég get því skilið hans nálgun á þetta og trú hans á hugmyndafræði sinni. En það var menningarmunur þarna. En þetta gekk upp hjá okkur árið 2016 þrátt fyrir þetta. Það er hægt að sætta sig við margt svo lengi sem maður er að vinna leiki.“ „Stenst ekki skoðun“ Heimildarmyndin er, eins og áður sagði, framleidd af Evrópska handknattleikssambandinu í aðdraganda komandi Evrópumóts en Guðmundi var ekki boðið að taka þátt í umræðum í henni. Í samtali við TV 2 hafnar Guðmundur gagnrýni á sín störf og undrast það að hafa ekki verið boðið sæti við borðið. Guðmundur Guðmundsson á sínum tíma sem landsliðsþjálfari DanmerkurVísir/Getty „Ég hef séð umræðuna í myndinni þar sem rætt er um mín störf og tímabilið frá árinu 2014 til 2017 þar sem að ég þjálfaði liðið og ég get ekki betur séð en að þar hafi nokkrir við borðið ákveðið að baktala mig og margt af því sem sagt er um æfingaálag og vídjófundi stenst bara ekki skoðun. Mér finnst það dónalegt af þeirra hálfu að veita mér ekki það tækifæri að vera viðstaddur til þess að svara nokkrum af þeim spurningum er varða mig sem bornar eru upp í myndinni. Ég er sár yfir því að hafa ekki verið boðið að taka þátt í gerð þessarar myndar.“ Guðmundur segir að fyrrverandi leikmönnum hans sé frjálst að tjá sig. „En staðreyndirnar verða að vera réttar.“ Náði aðalmarkmiðinu Ulrik Wilbek, maðurinn sem reyndi að bola Guðmundi úr starfi á sínum tíma á hins vegar sæti við borðið og segir hann danska sambandið ekki hafa fyrirséð þann menningarmun sem var á hugmyndafræði Guðmundar og þeirri sem hafði verið við lýði hjá danska landsliðinu áður. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari og íþróttastjóriVísir/getty „Handboltalega séð sem og faglega var ekki hægt að setja neitt út á Guðmund. En það sem ég hafði ekki séð fyrir, verð ég að viðurkenna, var þessi stóri menningarmunur. Þessi mikla áhersla á vídjófundi. Eitthvað sem leikmenn voru ekki sammála honum um. Ég þekki þó engan með jafn mikla ástríðu gagnvart handbolta eins og hann. Það var bara eitthvað í sambandi við þennan menningarmun sem við höfðum ekki fyrirséð.“ Guðmundur gerði þó það sem var sett fram sem aðalmarkmið danska landsliðsins undir hans stjórn. Að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2016. Í fyrsta sinn í sögu danska landsliðsins. „Það var markmiðið sem við settum Guðmundi þegar að hann var ráðinn í starfið,“ segir Ulrik. „Það var frábært en á þeim tímapunkti getum við í fullri hreinskilni sagt að samstarfið var komið á lokametrana. Það var ekki mikið eftir af hans samningi og óánægja til staðar.“ Guðmundi til tekna sé þó sú staðreynd að hann sé trúr sinni hugmyndafræði. „Ég tel mikilvægt að halda því á lofti að honum hafi ekki mistekist með danska landsliðinu á sínum tæpu þremur árum með liðið. Hann vann fyrsta Ólympíugullið í sögu danska karlalandsliðsins en það voru vandamál til staðar sem gerðu það að verkum að samstarfið gekk bara ekki upp lengur.“
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira