Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku.
Arnar þekkir vel til Keflavíkurliðsins en þar lék hann í gegnum alla yngri flokka félagsins og meistaraflokk. Hann lék með liði Grindavíkur í tvö tímabil áður en hann hélt til Danmerkur.
Arnar Freyr samdi við Keflavík

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn




United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
