Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó 31. júlí 2011 18:58 Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira