Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og hefur verið greint frá úrslitum nokkurra þeirra hér á Vísi í kvöld. Meðal annarra úrslita má nefna að þýska liðið Schalke tapaði fyrir finnska liðinu HJK Helsinki á útivelli í kvöld, 2-0.
Teemu Pukki skoraði bæði mörk finnska liðsins í kvöld en liðin mætast aftur í næstu viku og þá í Þýskalandi. Þá ræðst hvort liðið kemst áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Stórleikur forkeppninnar er án efa rimma þýska liðsins Hannover og Sevilla frá Spáni. Liðin mættust í Þýskalandi í kvöld og vann Hannover 2-1 sigur. Jan Schlaudraff skoraði bæði mörk Hannover en Frederic Kanoute mark Sevilla.
Lazio frá Róm vann 6-0 stórsigur á Robitnick Skopje frá Makedóníu en hitt Rómarliðið, AS Roma, tapaði hins vegar fyrir Slovan Bratislava í Slóvakíu.
Önnur úrslit í kvöld:
Maccabi Tel Aviv - Panathinaikos 3-0
Bursaspor - Anderlecht 1-2
Nordsjælland - Sporting Lissabon 0-0
Standard Liege - Helsingborg 1-0
Rosenborg - AEK Larnaca 0-0
Maribor - Glasgow Rangers 2-1
Differdange FC - Paris St. Germain 0-4
Glasgow Celtic - FC Sion 0-0
Schalke tapaði í Finnlandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




