Stoke City er komið með annan fóttinn í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á FC Thun í Sviss. Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppninni en liðin mætast í Englandi í næstu viku.
Danny Pugh skoraði eina mark leiksins strax á átjándu mínútu og þar við sat. David da Costa, markvörður Thun, fékk beint rautt spjald í uppbótartíma leiksins fyrir að brjóta á Jon Walters sem var sloppinn einn í gegn.
Fjölmargir leikir fara fram í forkeppninni í kvöld.
