AEK Aþena, lið þeirra Eiðs Smára Guðjohnssen og Elfars Freys Helgasonar, hefur enn ekki spilað leik í grísku úrvalsdeildinni nú í upphafi tímabilsins.
Vísir forvitnaðist um þetta hjá Arnari Grétarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá AEK.
„Í fyrstu umferðinni áttum við að mæta liði sem var dæmt niður um deild vegna spillingarmála en síðan þá hefur allt verið dregið til baka. Ég veit ekki hvenær þessi hlutir skýrast en ég held að Grikkirnir viti það ekki heldur," sagði Arnar.
„Svo var leik okkar gegn Skoda Xhanti frestað um helgina þar sem forsætirsáðherra Grikklands var með ráðstefnu í Saloniki og því var ekki hægt að fá neina löggæslu á leikinn."
AEK hefur þó verið að spila í Evrópudeild UEFA en riðlakeppnin hefst í kvöld. Þá mætir AEK liði Anderlecht, gamla liði Arnórs Guðjohnsen - föður Eiðs Smára.
Þess má svo geta að Eiður Smári Guðjohnsen heldur upp á 33 ára afmælið sitt í dag.
AEK spilaði ekki um helgina vegna ráðstefnu forsætisráðherra Grikklands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




