Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla.
Frekari upplýsingar af málefnum Grikklands munu birtast eftir því sem líður á.
