Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 73-83 Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 3. nóvember 2011 21:16 Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira