Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 16:44 Mynd/Daníel Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira