Það er smá krísa hjá Þjóðverjunum Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson var afslappaður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður. „Það er fínt að byrja á Þjóðverjum. Það er lið sem við þekkjum vel og okkur hefur gengið vel með þá síðustu árin. Þeim finnst eflaust ekkert sérstaklega gaman að mæta okkur. Það er búin að vera smá krísa í gangi með þá. Það er óánægja með þeirra gengi og spilamennsku. Við verðum að nýta okkur það og ná yfirhöndinni. Þá vonandi ná þeir sér ekki á strik," sagði Guðjón Valur. Það hefur ekki verið hægt að sjá það á þessu móti að Guðjón sé nýkominn á lappir eftir tíu mánaða fjarveru. Hann er að spila hreint frábærlega og hefur leikið mest allra leikmanna íslenska liðsins á mótinu. „Nei, ég er ekkert þreyttur. Það er öðruvísi álag á mér en mörgum af hinum í liðinu. Eins og Noregsleikurinn spilaðist til að mynda þá var ekki mikið álag. Þá var maður meira í því að skokka og passa sinn mann. Ég undirbjó mig undir að spila allt mótið. Það er þjálfarinn sem ákveður hver er inni á vellinum og hversu lengi. Á meðan hann biður mig um að vera inná þá er ég þar," sagði Guðjón ákveðinn. Hann er ánægður með að vera kominn frá Linköping og yfir á hið glæsilega liðshótel í Jönköping. „Það er fínt að vera kominn hingað. Við fengum líka stærra herbergi og erum ekki með lyftuna á koddanum eins og á hinu hótelinu." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var afslappaður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður. „Það er fínt að byrja á Þjóðverjum. Það er lið sem við þekkjum vel og okkur hefur gengið vel með þá síðustu árin. Þeim finnst eflaust ekkert sérstaklega gaman að mæta okkur. Það er búin að vera smá krísa í gangi með þá. Það er óánægja með þeirra gengi og spilamennsku. Við verðum að nýta okkur það og ná yfirhöndinni. Þá vonandi ná þeir sér ekki á strik," sagði Guðjón Valur. Það hefur ekki verið hægt að sjá það á þessu móti að Guðjón sé nýkominn á lappir eftir tíu mánaða fjarveru. Hann er að spila hreint frábærlega og hefur leikið mest allra leikmanna íslenska liðsins á mótinu. „Nei, ég er ekkert þreyttur. Það er öðruvísi álag á mér en mörgum af hinum í liðinu. Eins og Noregsleikurinn spilaðist til að mynda þá var ekki mikið álag. Þá var maður meira í því að skokka og passa sinn mann. Ég undirbjó mig undir að spila allt mótið. Það er þjálfarinn sem ákveður hver er inni á vellinum og hversu lengi. Á meðan hann biður mig um að vera inná þá er ég þar," sagði Guðjón ákveðinn. Hann er ánægður með að vera kominn frá Linköping og yfir á hið glæsilega liðshótel í Jönköping. „Það er fínt að vera kominn hingað. Við fengum líka stærra herbergi og erum ekki með lyftuna á koddanum eins og á hinu hótelinu."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira