Hlynur vill að strákarnir vinni gull Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar 16. janúar 2011 20:15 HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping. Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping.
Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira