Tónlist

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Múmínsnáðinn fer í hættuför til að bjarga deginum.
Múmínsnáðinn fer í hættuför til að bjarga deginum.
Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Teiknimyndin um hinn sérkennilega Múmíndal er í þrívídd og semur Björk Guðmundsdóttir aðallag myndarinnar, The Comet Song. Sjá má myndbandið við lagið hér að neðan.

Myndin segir frá því að íbúarnir í Múmíndal vakna við að eitthvað undarlegt hefur gerst því grátt ryk liggur yfir öllu. Múmínsnáðinn ákveður að leggja upp í ferðalag til stjörnufræðinganna uppi í fjöllum en ferðin reynist ákaflega hættuleg og erfið. Myndin er sýnd með íslensku tali.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.