Gengur til liðs við Cintamani 25. febrúar 2011 20:00 Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/Anton Brink „Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira