Bensínverð lækki um 28 krónur 31. mars 2011 04:30 Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira