1.500 fyrirtæki stefna í þrot 14. maí 2011 07:00 Mynd úr safni. Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs Fréttir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs
Fréttir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira