Hinn hreini tónn Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 17. maí 2011 00:00 Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar. Ég varð fyrir svipaðri reynslu og þegar ég var barn og horfði upp í stuðlahvelfingu Þjóðleikhússins og sallahvelfinguna í anddyri HÍ. Himnar í húsum eru góðir – þegar þeir heppnast. Glerkubbar Hörpu voru fullnægjandi sjónarspil – en hvelfingin kom á óvart. Húsið er slíkt ofurgímald, að mennirnir verða litlir. En þegar við erum í stöðu og sporum barnsins magnast gjarnan skynjunargetan. Það var líka hrífandi að hitta allt þetta fólk, sem þorði að tjá miklar tilfinningar, gat haldið hátíð þrátt fyrir köflótta tilurð hússins. Biðin í röðum varð þar með ánægjuleg. Norðurljósasalurinn gaf meira en ég hafði vænst og verður skemmtileg umgjörð mannlífs og viðburða. Kammersveit Reykjavíkur sannfærði um, að salurinn hljómar vel, en líka að sveitin er frábær. Svo var hápunkturinn, tónninn í Eldborg, stóra rauða, ómgímaldi Hörpu. Synfó spilaði Maximús og Boleró og við höfðum aldrei heyrt bassa og selló hljóma svona undursamlega. Loksins hinn hreini tónn. Takk metnaðarfulla framkvæmda- og hugsjónafólk. Takk, takk – þessi byggingargjörningur skilaði þá ekki aðeins grafhvelfingu heldur ómundri. Þá vitjuðu Vídalín og Laxness mín. Garðar Hólm, söngvari Brekkukotsannáls, var meistari blekkinga. En hann var líka boðberi hins hreina tóns. Í ómaflóði Hörpu skildi ég, að Garðar Hólm hafði verið meðal okkar, vélað og tryllt. En nú er hann farinn. Hann, nei þeir – þeir sungu ekki, en skildu eftir hinn hreina tón. Svo var það Vídalín. Húsið er ekki smáfrítt heldur stórskorið. Veggir Hörpu eru svartir og tákn um sorglegan hroða mennskunnar. Viðlag Vídalíns tjáir, að menn eru gráðugir, heimskir og hégómlegir – ekki aðeins stundum heldur alltaf. Kengurinn er fasti. Harpabirtist mér sem tvenna, hús óms en líka harms. Þetta er hús hroða en líka hins hreina tóns. Það kallar á uppgjör við Garðar Hólm í okkur og samfélagi okkar. En það brýnir líka, að við vinnum að því sem er gott, satt og fagurt í mannlífinu. Í glerhöll ómanna voru Vídalín og Laxness mættir og héldu á speglum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar. Ég varð fyrir svipaðri reynslu og þegar ég var barn og horfði upp í stuðlahvelfingu Þjóðleikhússins og sallahvelfinguna í anddyri HÍ. Himnar í húsum eru góðir – þegar þeir heppnast. Glerkubbar Hörpu voru fullnægjandi sjónarspil – en hvelfingin kom á óvart. Húsið er slíkt ofurgímald, að mennirnir verða litlir. En þegar við erum í stöðu og sporum barnsins magnast gjarnan skynjunargetan. Það var líka hrífandi að hitta allt þetta fólk, sem þorði að tjá miklar tilfinningar, gat haldið hátíð þrátt fyrir köflótta tilurð hússins. Biðin í röðum varð þar með ánægjuleg. Norðurljósasalurinn gaf meira en ég hafði vænst og verður skemmtileg umgjörð mannlífs og viðburða. Kammersveit Reykjavíkur sannfærði um, að salurinn hljómar vel, en líka að sveitin er frábær. Svo var hápunkturinn, tónninn í Eldborg, stóra rauða, ómgímaldi Hörpu. Synfó spilaði Maximús og Boleró og við höfðum aldrei heyrt bassa og selló hljóma svona undursamlega. Loksins hinn hreini tónn. Takk metnaðarfulla framkvæmda- og hugsjónafólk. Takk, takk – þessi byggingargjörningur skilaði þá ekki aðeins grafhvelfingu heldur ómundri. Þá vitjuðu Vídalín og Laxness mín. Garðar Hólm, söngvari Brekkukotsannáls, var meistari blekkinga. En hann var líka boðberi hins hreina tóns. Í ómaflóði Hörpu skildi ég, að Garðar Hólm hafði verið meðal okkar, vélað og tryllt. En nú er hann farinn. Hann, nei þeir – þeir sungu ekki, en skildu eftir hinn hreina tón. Svo var það Vídalín. Húsið er ekki smáfrítt heldur stórskorið. Veggir Hörpu eru svartir og tákn um sorglegan hroða mennskunnar. Viðlag Vídalíns tjáir, að menn eru gráðugir, heimskir og hégómlegir – ekki aðeins stundum heldur alltaf. Kengurinn er fasti. Harpabirtist mér sem tvenna, hús óms en líka harms. Þetta er hús hroða en líka hins hreina tóns. Það kallar á uppgjör við Garðar Hólm í okkur og samfélagi okkar. En það brýnir líka, að við vinnum að því sem er gott, satt og fagurt í mannlífinu. Í glerhöll ómanna voru Vídalín og Laxness mættir og héldu á speglum.