Skref í átt að sæmilegri sátt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2011 07:15 Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Röðun virkjanakostanna byggist á mati á gífurlegu magni gagna sem fjórir undirhópar hafa yfirfarið og rannsakað, meðal annars út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, ferðamennsku, efnahags- og samfélagsáhrifa og verndar fornleifa og menningarminja. Á listanum, sem verkefnisstjórnin hefur stillt upp, kemur út af fyrir sig ekki margt á óvart. Vænlegustu virkjanakostirnir eru sagðir þeir, sem þegar eru komnir vel á veg, til dæmis Hellisheiði, Blönduveita og Reykjanesvirkjun. Mest ástæða þykir til að vernda Torfajökulssvæðið, Kerlingarfjöll og Vonarskarð. Virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár, þótt umdeildar séu, þykja með vænlegri virkjanakostum að teknu tilliti til allra áðurnefndra þátta. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála um forgangsröðunina. Það er engin leið að byggja virkjun án þess að það hafi einhver áhrif á náttúruna. En jafnvel hörðustu náttúruverndarsinnar halda því ekki fram að hvergi megi virkja. Með því að nýta orkuna í háhitasvæðum og vatnsföllum er einhverju alltaf fórnað. Með því að láta orkulindir landsins ósnertar væri líka færð mikil efnahagsleg og samfélagsleg fórn. Hér þarf því augljóslega að gera málamiðlanir. Vinnan við rammaáætlunina skilar því ekki sízt að ákvarðanir um þær málamiðlanir verði byggðar á greinargóðum upplýsingum og rannsóknum og faglegum samanburði á ólíkum virkjunarkostum út frá mörgum sjónarhornum. Vinnunni er ekki lokið; niðurstöður verkefnisstjórnarinnar verða settar í búning draga að þingsályktunartillögu, sem almenningur, hagsmunaaðilar og félagasamtök hafa þrjá mánuði til að gera athugasemdir við. Alþingis bíður svo það verkefni að setja virkjanakostina í orkunýtingarflokk, þ.e. þar sem má virkja, verndarflokk, þar sem má ekki virkja, og biðflokk þar sem safna þarf meiri upplýsingum til að geta tekið ákvörðun um verndun eða nýtingu. Þetta er ekki einfalt verkefni og búast má við að lokaákvörðunin verði umdeild en við færumst þó nær sæmilegri sátt um virkjanir og vernd sem gerir okkur kleift að hagnýta orkuauðlindir landsins með sem minnstum skaða fyrir umhverfið. Þegar ákvörðun Alþingis liggur fyrir er von til þess að hægt verði að setja nýjan kraft í orkuvinnslu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Röðun virkjanakostanna byggist á mati á gífurlegu magni gagna sem fjórir undirhópar hafa yfirfarið og rannsakað, meðal annars út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, ferðamennsku, efnahags- og samfélagsáhrifa og verndar fornleifa og menningarminja. Á listanum, sem verkefnisstjórnin hefur stillt upp, kemur út af fyrir sig ekki margt á óvart. Vænlegustu virkjanakostirnir eru sagðir þeir, sem þegar eru komnir vel á veg, til dæmis Hellisheiði, Blönduveita og Reykjanesvirkjun. Mest ástæða þykir til að vernda Torfajökulssvæðið, Kerlingarfjöll og Vonarskarð. Virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár, þótt umdeildar séu, þykja með vænlegri virkjanakostum að teknu tilliti til allra áðurnefndra þátta. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála um forgangsröðunina. Það er engin leið að byggja virkjun án þess að það hafi einhver áhrif á náttúruna. En jafnvel hörðustu náttúruverndarsinnar halda því ekki fram að hvergi megi virkja. Með því að nýta orkuna í háhitasvæðum og vatnsföllum er einhverju alltaf fórnað. Með því að láta orkulindir landsins ósnertar væri líka færð mikil efnahagsleg og samfélagsleg fórn. Hér þarf því augljóslega að gera málamiðlanir. Vinnan við rammaáætlunina skilar því ekki sízt að ákvarðanir um þær málamiðlanir verði byggðar á greinargóðum upplýsingum og rannsóknum og faglegum samanburði á ólíkum virkjunarkostum út frá mörgum sjónarhornum. Vinnunni er ekki lokið; niðurstöður verkefnisstjórnarinnar verða settar í búning draga að þingsályktunartillögu, sem almenningur, hagsmunaaðilar og félagasamtök hafa þrjá mánuði til að gera athugasemdir við. Alþingis bíður svo það verkefni að setja virkjanakostina í orkunýtingarflokk, þ.e. þar sem má virkja, verndarflokk, þar sem má ekki virkja, og biðflokk þar sem safna þarf meiri upplýsingum til að geta tekið ákvörðun um verndun eða nýtingu. Þetta er ekki einfalt verkefni og búast má við að lokaákvörðunin verði umdeild en við færumst þó nær sæmilegri sátt um virkjanir og vernd sem gerir okkur kleift að hagnýta orkuauðlindir landsins með sem minnstum skaða fyrir umhverfið. Þegar ákvörðun Alþingis liggur fyrir er von til þess að hægt verði að setja nýjan kraft í orkuvinnslu í landinu.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun