Best að fara til meistarans 21. júlí 2011 11:00 @Concept_myndatextar:Páll og Lucy fyrir utan starfsstöðvar sínar á Dalvegi 18.MYND/Haraldur Páll Gunnlaugsson bifreiðasmíðameistari er með sinn nýstofnaða Bílrúðumeistara á Dalvegi 18 í Kópavogi. „Ég hef unnið við ísetningar og viðgerðir á bílrúðum í tíu ár og svo útskrifaðist ég úr meistaraskólanum í fyrravor. Bíllinn þinn er því í öruggum höndum hjá mér,“ segir Páll en fyrirtæki hans sérhæfir sig í bílrúðum. Ef eigandi bíls lendir í vandræðum getur hann treyst á að Páll leysi auðveldlega úr þeim. „Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í mig og panta tíma. Ég sé um rest,“ segir Páll og getur þess að ef bílrúða brotni þurfi ekki að tala við tryggingafélögin. Einfaldara sé að fara beint til hans og hann muni sjá um samskiptin við tryggingafélagið og alla pappírsvinnuna, þar sem Bílrúðumeistarinn er viðurkenndur aðili hjá öllum tryggingafélögum á Íslandi. „Tryggingafélögin borga 99 komma eitthvað prósent af öllum þeim verkefnum sem koma til mín. Fólk þarf ekki að tala við tryggingafélagið frekar en það vill. Fólk þarf að vísu að borga sjálfsábyrgð fyrir að skipta út rúðu, en hins vegar er ókeypis að láta gera við litlar skemmdir. Tryggingafélagið borgar það upp í topp,“ segir Páll. Bílnum er hægt að skila til hans hvenær sem er sólarhrings og setja bíllykilinn inn um sérstaka lúgu fyrir lykla hjá Bílrúðumeistaranum. Páll er þó ekki eini meistarinn á Dalvegi 18. Við hliðina á bifreiðaverkstæðinu er Lucy kona hans með eigin hárgreiðslustofu. Skötuhjúin taka á móti viðskiptavinum hlið við hlið þótt þeir komi í mjög ólíkum erindagjörðum. Páll lofar toppgæðum og toppþjónustu. Ekki er verra að auðvelt er að finna verkstæðið hans á Dalvegi 18. Bílrúðumeistarinn er í sama húsi og Málning hf. og sést vel frá veginum. Sérblöð Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Páll Gunnlaugsson bifreiðasmíðameistari er með sinn nýstofnaða Bílrúðumeistara á Dalvegi 18 í Kópavogi. „Ég hef unnið við ísetningar og viðgerðir á bílrúðum í tíu ár og svo útskrifaðist ég úr meistaraskólanum í fyrravor. Bíllinn þinn er því í öruggum höndum hjá mér,“ segir Páll en fyrirtæki hans sérhæfir sig í bílrúðum. Ef eigandi bíls lendir í vandræðum getur hann treyst á að Páll leysi auðveldlega úr þeim. „Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í mig og panta tíma. Ég sé um rest,“ segir Páll og getur þess að ef bílrúða brotni þurfi ekki að tala við tryggingafélögin. Einfaldara sé að fara beint til hans og hann muni sjá um samskiptin við tryggingafélagið og alla pappírsvinnuna, þar sem Bílrúðumeistarinn er viðurkenndur aðili hjá öllum tryggingafélögum á Íslandi. „Tryggingafélögin borga 99 komma eitthvað prósent af öllum þeim verkefnum sem koma til mín. Fólk þarf ekki að tala við tryggingafélagið frekar en það vill. Fólk þarf að vísu að borga sjálfsábyrgð fyrir að skipta út rúðu, en hins vegar er ókeypis að láta gera við litlar skemmdir. Tryggingafélagið borgar það upp í topp,“ segir Páll. Bílnum er hægt að skila til hans hvenær sem er sólarhrings og setja bíllykilinn inn um sérstaka lúgu fyrir lykla hjá Bílrúðumeistaranum. Páll er þó ekki eini meistarinn á Dalvegi 18. Við hliðina á bifreiðaverkstæðinu er Lucy kona hans með eigin hárgreiðslustofu. Skötuhjúin taka á móti viðskiptavinum hlið við hlið þótt þeir komi í mjög ólíkum erindagjörðum. Páll lofar toppgæðum og toppþjónustu. Ekki er verra að auðvelt er að finna verkstæðið hans á Dalvegi 18. Bílrúðumeistarinn er í sama húsi og Málning hf. og sést vel frá veginum.
Sérblöð Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira