Hættu að hræða fólk, Jón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun