Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 11:01 Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Skoðun Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun