Stór tíðindi Þorsteinn Pálsson skrifar 13. ágúst 2011 08:00 Þau pólitísku kaflaskil urðu í vikunni að fjármálaráðherra viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega að hann hefði gefist upp við að ná þeim markmiðum í ríkisfjármálum sem ákveðin voru í samkomulaginu við AGS. Þetta var þó eini þráðurinn í þeirri endurreisnaráætlun sem ekki hafði verið slitinn. Eitt af erlendu matsfyrirtækjunum sagði fyrir skömmu að horfur í efnahagsmálum væru neikvæðar sakir þess að sú uppgjöf sem nú hefur verið staðfest væri í vændum. Endurreisnaráætlunin er farin út um þúfur. Það eru þau stóru tíðindi sem orðið hafa. Framundan er hefðbundin þrætubókarumræða á vettvangi stjórnmálanna án áætlunar eða markmiða. Á meðan veikjast stoðir þjóðarbúskaparins, lífskjörin versna og velferðarkerfinu er stefnt í hættu til langframa. Áætlun AGS um aðhald í ríkisfjármálum vakti athygli á sínum tíma fyrir þá sök að mjög langur tími var gefinn til aðlögunar. Fyrrum leiðtogi sænskra sósíaldemókrata ráðlagði mun harðari niðurskurð. Á vissan máta var skiljanlegt að mýkri leiðin skyldi valin í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nú hafa menn gefist upp á þessari veiku áætlun. Á sama tíma eru stjórnvöld í ríkjum bæði austan hafs og vestan að herða á aðhaldi í ríkisfjármálum. Þetta á sérstaklega við skuldugar þjóðir eins og Íslendingar eru. Víða þykir ekki nóg að gert til að tryggja stöðugleika. Við þessar aðstæður telur ríkisstjórn Íslands rétt að slaka á, auka lántökur og bæta í skuldasúpuna.Minni afgangur af vöruviðskiptum Er eitthvað sem réttlætir að nú sé horfið frá settum markmiðum í ríkisfjármálum? Verðbólga fer vaxandi. Útflutningshagvöxtur sem var forsenda mildra ríkisfjármálaaðgerða er enginn þrátt fyrir gengishrun. Tölur um afgang af vöruviðskiptum fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs sýna að hann er í heild um fjórðungi lægri en á sama tíma í fyrra. Höftin áttu að takmarka innflutning nægjanlega til að skila vaxandi tekjuafgangi af vöruviðskiptum. Aðeins þannig fæst gjaldeyrir til að endurgreiða erlend lán. Þetta gekk eftir á síðasta ári en nú stefnir í öfuga átt. Þá er talið rétt að auka lántökur ríkissjóðs. Efnahagsráðherrann ýtti fyrr í sumar undir bjartsýni manna með yfirlýsingum um að standa yrði við sett markmið í ríkisfjármálum og ekkert mætti gera sem veikti mögulega arðsemi útflutningsatvinnuveganna. Engu er líkara en þau orð hafi bara verið ætluð vindinum. Nú sýnist hann fylgja línu fjármálaráðherrans um að veikja samkeppnisstöðu landsins. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa báðir skýra hagvaxtarstefnu í orkunýtingarmálum og Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Hvort tveggja er í samræmi við þær forsendur AGS-áætlunarinnar sem ríkisstjórnin aftengdi strax í upphafi. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru einnig andvígir áformum um skattahækkanir sem draga munu úr möguleikum á útflutningsvexti. Stjórnarandstöðuflokkarnir gera hins vegar ekki beinar tillögur um að fylgja markmiðum AGS-áætlunarinnar í ríkisfjármálum. Þeir hafa heldur ekki sett fram neinn kost á móti stefnu fjármálaráðherrans í peningamálum. Vandinn er sá að enginn hefur sýnt fram á að unnt sé að afnema höftin í óbreyttu peningakerfi ef tryggja á stöðugleika. Fjármálaráðherra á of marga vini Björn Bjarnason, ritstjóri Evrópuvaktarinnar, fjallar í vikunni um þau viðhorf í peninga- og ríkisfjármálum sem lýst var á þessum vettvangi síðasta laugardag og segir: „Fyrir Þorsteini Pálssyni vakir að gera lítið úr ummælum Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um að krónan og gjaldeyrishöftin veiti íslenska hagkerfinu vörn við núverandi aðstæður.“ Þetta er réttur skilningur. Um leið sýnir þessi vörn fyrir peningastefnu fjármálaráðherrans hvers vegna ekki er unnt að mynda meirihluta um breytta framtíðarstefnu. Slík breyting er aftur forsenda fyrir raunhæfri áætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Á þessu sviði á fjármálaráðherrann einfaldlega of marga meðhaldsmenn í röðum stjórnarandstöðuflokkanna. Að öllu óbreyttu geta kosningar því ekki einu sinni losað um þessa pólitísku kreppu. Gjaldeyrishöftin eru óhjákvæmileg afleiðing af misheppnaðri stefnu í peningamálum og nú einhvers konar arfleifð sem ýmsum finnst að ekki megi gera lítið úr. Í veruleikanum eru þau ekki vörn heldur Þrándur í Götu viðskipta. Ástæðan fyrir því að sveiflur á hlutabréfamörkuðum erlendis hafa engin áhrif á verð hlutabréfa hér er sú að sá markaður er ekki lengur til. Hann hrundi líka með misheppnaðri peningastefnu. Þó að flestir amist við pólitískum deilum er helsti vandinn þó sá að of mikil samstaða er um marga þá hluti sem koma í veg fyrir að þjóðarbúskapurinn verði samkeppnishæfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þau pólitísku kaflaskil urðu í vikunni að fjármálaráðherra viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega að hann hefði gefist upp við að ná þeim markmiðum í ríkisfjármálum sem ákveðin voru í samkomulaginu við AGS. Þetta var þó eini þráðurinn í þeirri endurreisnaráætlun sem ekki hafði verið slitinn. Eitt af erlendu matsfyrirtækjunum sagði fyrir skömmu að horfur í efnahagsmálum væru neikvæðar sakir þess að sú uppgjöf sem nú hefur verið staðfest væri í vændum. Endurreisnaráætlunin er farin út um þúfur. Það eru þau stóru tíðindi sem orðið hafa. Framundan er hefðbundin þrætubókarumræða á vettvangi stjórnmálanna án áætlunar eða markmiða. Á meðan veikjast stoðir þjóðarbúskaparins, lífskjörin versna og velferðarkerfinu er stefnt í hættu til langframa. Áætlun AGS um aðhald í ríkisfjármálum vakti athygli á sínum tíma fyrir þá sök að mjög langur tími var gefinn til aðlögunar. Fyrrum leiðtogi sænskra sósíaldemókrata ráðlagði mun harðari niðurskurð. Á vissan máta var skiljanlegt að mýkri leiðin skyldi valin í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nú hafa menn gefist upp á þessari veiku áætlun. Á sama tíma eru stjórnvöld í ríkjum bæði austan hafs og vestan að herða á aðhaldi í ríkisfjármálum. Þetta á sérstaklega við skuldugar þjóðir eins og Íslendingar eru. Víða þykir ekki nóg að gert til að tryggja stöðugleika. Við þessar aðstæður telur ríkisstjórn Íslands rétt að slaka á, auka lántökur og bæta í skuldasúpuna.Minni afgangur af vöruviðskiptum Er eitthvað sem réttlætir að nú sé horfið frá settum markmiðum í ríkisfjármálum? Verðbólga fer vaxandi. Útflutningshagvöxtur sem var forsenda mildra ríkisfjármálaaðgerða er enginn þrátt fyrir gengishrun. Tölur um afgang af vöruviðskiptum fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs sýna að hann er í heild um fjórðungi lægri en á sama tíma í fyrra. Höftin áttu að takmarka innflutning nægjanlega til að skila vaxandi tekjuafgangi af vöruviðskiptum. Aðeins þannig fæst gjaldeyrir til að endurgreiða erlend lán. Þetta gekk eftir á síðasta ári en nú stefnir í öfuga átt. Þá er talið rétt að auka lántökur ríkissjóðs. Efnahagsráðherrann ýtti fyrr í sumar undir bjartsýni manna með yfirlýsingum um að standa yrði við sett markmið í ríkisfjármálum og ekkert mætti gera sem veikti mögulega arðsemi útflutningsatvinnuveganna. Engu er líkara en þau orð hafi bara verið ætluð vindinum. Nú sýnist hann fylgja línu fjármálaráðherrans um að veikja samkeppnisstöðu landsins. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa báðir skýra hagvaxtarstefnu í orkunýtingarmálum og Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Hvort tveggja er í samræmi við þær forsendur AGS-áætlunarinnar sem ríkisstjórnin aftengdi strax í upphafi. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru einnig andvígir áformum um skattahækkanir sem draga munu úr möguleikum á útflutningsvexti. Stjórnarandstöðuflokkarnir gera hins vegar ekki beinar tillögur um að fylgja markmiðum AGS-áætlunarinnar í ríkisfjármálum. Þeir hafa heldur ekki sett fram neinn kost á móti stefnu fjármálaráðherrans í peningamálum. Vandinn er sá að enginn hefur sýnt fram á að unnt sé að afnema höftin í óbreyttu peningakerfi ef tryggja á stöðugleika. Fjármálaráðherra á of marga vini Björn Bjarnason, ritstjóri Evrópuvaktarinnar, fjallar í vikunni um þau viðhorf í peninga- og ríkisfjármálum sem lýst var á þessum vettvangi síðasta laugardag og segir: „Fyrir Þorsteini Pálssyni vakir að gera lítið úr ummælum Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um að krónan og gjaldeyrishöftin veiti íslenska hagkerfinu vörn við núverandi aðstæður.“ Þetta er réttur skilningur. Um leið sýnir þessi vörn fyrir peningastefnu fjármálaráðherrans hvers vegna ekki er unnt að mynda meirihluta um breytta framtíðarstefnu. Slík breyting er aftur forsenda fyrir raunhæfri áætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Á þessu sviði á fjármálaráðherrann einfaldlega of marga meðhaldsmenn í röðum stjórnarandstöðuflokkanna. Að öllu óbreyttu geta kosningar því ekki einu sinni losað um þessa pólitísku kreppu. Gjaldeyrishöftin eru óhjákvæmileg afleiðing af misheppnaðri stefnu í peningamálum og nú einhvers konar arfleifð sem ýmsum finnst að ekki megi gera lítið úr. Í veruleikanum eru þau ekki vörn heldur Þrándur í Götu viðskipta. Ástæðan fyrir því að sveiflur á hlutabréfamörkuðum erlendis hafa engin áhrif á verð hlutabréfa hér er sú að sá markaður er ekki lengur til. Hann hrundi líka með misheppnaðri peningastefnu. Þó að flestir amist við pólitískum deilum er helsti vandinn þó sá að of mikil samstaða er um marga þá hluti sem koma í veg fyrir að þjóðarbúskapurinn verði samkeppnishæfur.