Gatið á miðjunni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Stjórnmálaflokkarnir berjast ekki beint um miðjufylgið þessa dagana, þótt eðli málsins samkvæmt sé býsna marga kjósendur að finna á miðjunni. Vinstri grænir eru þar sem þeir eru, lengst til vinstri. Þeir hafa aldrei haft áhuga á miðjufylginu. Framsóknarflokkurinn (sem einu sinni kallaði sig miðjuflokk) og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið strikið út á væng þjóðernishyggju og sérhagsmunagæzlu með því að vilja neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið. Þeir hafa skilið marga kjósendur eftir í reiðileysi, sem sumir hverjir eru jákvæðir gagnvart aðild að Evrópusambandinu og aðrir bara hlynntir því að kjósendur geti valið á milli margra kosta. Samfylkingin gefur kost á sér sem flokkur Evrópusinnanna, en þeir eru margir hverjir engan veginn nógu vinstri sinnaðir til að fylgja þeim flokki að málum. Í samstarfinu við Vinstri græna hallast Samfylkingin eins langt í átt til miðstýringar, forsjárhyggju og ríkislausna og hún getur. Hún hafnar um leið mörgum munaðarlausum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum – og ekki síður markaðssinnuðum hægrikrötum. Stöku Samfylkingarþingmaður áttar sig á því að of miklu hefur verið fórnað í þágu samstarfsins við VG. Það má til dæmis lesa út úr grein Magnúsar Orra Schram hér í blaðinu í fyrradag, en þar segir hann mikilvægt að Samfylkingin „stígi ákveðnar fram í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu“ og segir að mikinn afslátt af þeirri stefnu hafi þurft að gera í samstarfinu við VG. Magnús Orri vill verðmætasköpun, markvissa atvinnusókn, aðhald í ríkisútgjöldum, hófsemi í skattlagningu, sókn í orkumálum og endurskoðun landbúnaðarkerfisins. Allt er þetta gott og blessað, en tiltölulega vonlaus stefnumið þegar menn eru í samstarfi við Jón Bjarnason og félaga. Inn í þetta tómarúm á miðjunni vill Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, greinilega stíga. Hann segir í Fréttablaðinu í gær að hann vilji láta á það reyna hvort ekki sé til fólk sem vilji sjá „frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Enginn vafi leikur á að eftirspurn er eftir slíkum flokki. En Guðmundur Steingrímsson er ekki endilega rétti leiðtoginn til að safna saman óánægjufylgi sem Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa hrakið frá sér. Til þess skortir hann bæði reynslu og þungavigt. Tímasetningin á stofnun nýs flokks nú er heldur ekki endilega sú heppilegasta. Reynslan sýnir að ný framboð, sem hafa átt að hrista upp í flokkakerfinu, ná beztum árangri ef þau eru stofnuð skömmu fyrir kosningar og þurfa ekki að halda út langan tíma í blankheitum, í samkeppni við flokka sem eiga stóra þingflokka og fá háa ríkisstyrki. Gatið á miðjunni er augljóslega til staðar, en Guðmundur Steingrímsson fyllir það trauðla upp á eigin spýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun
Stjórnmálaflokkarnir berjast ekki beint um miðjufylgið þessa dagana, þótt eðli málsins samkvæmt sé býsna marga kjósendur að finna á miðjunni. Vinstri grænir eru þar sem þeir eru, lengst til vinstri. Þeir hafa aldrei haft áhuga á miðjufylginu. Framsóknarflokkurinn (sem einu sinni kallaði sig miðjuflokk) og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið strikið út á væng þjóðernishyggju og sérhagsmunagæzlu með því að vilja neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið. Þeir hafa skilið marga kjósendur eftir í reiðileysi, sem sumir hverjir eru jákvæðir gagnvart aðild að Evrópusambandinu og aðrir bara hlynntir því að kjósendur geti valið á milli margra kosta. Samfylkingin gefur kost á sér sem flokkur Evrópusinnanna, en þeir eru margir hverjir engan veginn nógu vinstri sinnaðir til að fylgja þeim flokki að málum. Í samstarfinu við Vinstri græna hallast Samfylkingin eins langt í átt til miðstýringar, forsjárhyggju og ríkislausna og hún getur. Hún hafnar um leið mörgum munaðarlausum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum – og ekki síður markaðssinnuðum hægrikrötum. Stöku Samfylkingarþingmaður áttar sig á því að of miklu hefur verið fórnað í þágu samstarfsins við VG. Það má til dæmis lesa út úr grein Magnúsar Orra Schram hér í blaðinu í fyrradag, en þar segir hann mikilvægt að Samfylkingin „stígi ákveðnar fram í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu“ og segir að mikinn afslátt af þeirri stefnu hafi þurft að gera í samstarfinu við VG. Magnús Orri vill verðmætasköpun, markvissa atvinnusókn, aðhald í ríkisútgjöldum, hófsemi í skattlagningu, sókn í orkumálum og endurskoðun landbúnaðarkerfisins. Allt er þetta gott og blessað, en tiltölulega vonlaus stefnumið þegar menn eru í samstarfi við Jón Bjarnason og félaga. Inn í þetta tómarúm á miðjunni vill Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, greinilega stíga. Hann segir í Fréttablaðinu í gær að hann vilji láta á það reyna hvort ekki sé til fólk sem vilji sjá „frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Enginn vafi leikur á að eftirspurn er eftir slíkum flokki. En Guðmundur Steingrímsson er ekki endilega rétti leiðtoginn til að safna saman óánægjufylgi sem Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa hrakið frá sér. Til þess skortir hann bæði reynslu og þungavigt. Tímasetningin á stofnun nýs flokks nú er heldur ekki endilega sú heppilegasta. Reynslan sýnir að ný framboð, sem hafa átt að hrista upp í flokkakerfinu, ná beztum árangri ef þau eru stofnuð skömmu fyrir kosningar og þurfa ekki að halda út langan tíma í blankheitum, í samkeppni við flokka sem eiga stóra þingflokka og fá háa ríkisstyrki. Gatið á miðjunni er augljóslega til staðar, en Guðmundur Steingrímsson fyllir það trauðla upp á eigin spýtur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun