Merki þess að ástin þrautir vinnur allar 25. ágúst 2011 07:00 Stoltir foreldrar með erfingjann Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. fréttablaðið/stefán „Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira