Óviðunandi vinnubrögð vegna ráðningar nýs forstjóra OR 7. febrúar 2011 00:01 Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun