Reglum um erfðabreyttan mat frestað 3. september 2011 05:30 Jóhannes Gunnarsson Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira