Máttu ekki neita að selja Heilagan papa 28. september 2011 05:30 Umdeildur Munkur Tjón brugghússins Ölvisholts vegna ákvörðunar ÁTVR um páskabjórinn Heilagan papa nam nokkrum milljónum króna. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira