Á fleiri félög en hinir bankarnir 11. nóvember 2011 06:00 Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“. Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent