Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. desember 2011 06:00 Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun