Paraben Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2011 11:45 Það eina sem ég veit fyrir víst er að heimur versnandi fer. Mengunin og plastið og gerviefnin og sykurinn og kaffið og ruslið. Áhyggjur eru í tísku og eins og við á um aðrar tískuvörur þarf markaðurinn alltaf eitthvað nýtt. Öðru hvoru skýtur upp orðum eins og transfitusýrur, aspartam og paraben, óskiljanlegum orðum sem bera með sér ógn og botnlausa sektarkennd, sérstaklega gagnvart komandi kynslóðum. Ég heyrði fyrst talað um paraben nýlega þegar vinkona mín, í umræðum um daginn og veginn og heiminn sem versnandi fer, nefndi það í tengslum við brjóstakrabbamein, ófrjósemi og öll kremin sem fólk er alltaf að bera á börnin sín. Ég fór beint á netið og þetta voru þær upplýsingar sem ég fann: Parahýdróbenzóöt eða paraben eru rotvarnarefni sem hvað mest eru notuð í snyrtivörur. Paraben eru í sjampói, svitalyktareyði, hárnæringu, húðkremi, tannkremi og kökukremi og er ætlað að lengja mögulegan notkunartíma þessara nauðsynjavara. Eitt parabenið, methylparaben, finnst í bláberjum og vínberjasteinum í náttúrunni og er eitt af því sem gerir bláber svo frábær til andoxunar. Paraben voru löngum talin hættulaus. En ekki lengur! Rannsóknir sýna fram á tengsl milli parabenefna og ófrjósemi og hormónaójafnvægis, og notkun svitalyktareyðis hefur verið tengd við brjóstakrabbamein. Ekkert hefur hins vegar verið sannað um þessi tengsl. Á netinu takast á hagsmunahópar þeirra sem vilja selja vörurnar sínar áfram, sama hvað er í þeim, og hagsmunahópar neytenda, sem hafa oft ekki aðrar upplýsingar en þær að gerð hafi verið rannsókn, um hvað sé í raun satt. Hagsmunahópar þeirra sem hafa fundið upp annað efni til að koma í staðinn fyrir paraben blanda sér í baráttuna. Allir geta vísað í vísindamenn sem túlka niðurstöður rannsókna þeim í hag. Með öðrum orðum: rannsóknir voru gerðar og vísindamenn greinir á um niðurstöðuna. Hljómar kunnuglega? Ég bæti parabeninu að sjálfsögðu við transfitusýrurnar og aspartamið, e-efnin og allt hitt sem ég leita að á umbúðum í hvert sinn sem ég fer í búð með stækkunarglerið og válistann. Bráðum hætti ég að hafa tíma til að kaupa inn. Kannski ég fari bara að versla alfarið í rándýru lífrænu búðunum þar sem allt er hollt og hættulaust - svo vitað sé - ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Það eina sem ég veit fyrir víst er að heimur versnandi fer. Mengunin og plastið og gerviefnin og sykurinn og kaffið og ruslið. Áhyggjur eru í tísku og eins og við á um aðrar tískuvörur þarf markaðurinn alltaf eitthvað nýtt. Öðru hvoru skýtur upp orðum eins og transfitusýrur, aspartam og paraben, óskiljanlegum orðum sem bera með sér ógn og botnlausa sektarkennd, sérstaklega gagnvart komandi kynslóðum. Ég heyrði fyrst talað um paraben nýlega þegar vinkona mín, í umræðum um daginn og veginn og heiminn sem versnandi fer, nefndi það í tengslum við brjóstakrabbamein, ófrjósemi og öll kremin sem fólk er alltaf að bera á börnin sín. Ég fór beint á netið og þetta voru þær upplýsingar sem ég fann: Parahýdróbenzóöt eða paraben eru rotvarnarefni sem hvað mest eru notuð í snyrtivörur. Paraben eru í sjampói, svitalyktareyði, hárnæringu, húðkremi, tannkremi og kökukremi og er ætlað að lengja mögulegan notkunartíma þessara nauðsynjavara. Eitt parabenið, methylparaben, finnst í bláberjum og vínberjasteinum í náttúrunni og er eitt af því sem gerir bláber svo frábær til andoxunar. Paraben voru löngum talin hættulaus. En ekki lengur! Rannsóknir sýna fram á tengsl milli parabenefna og ófrjósemi og hormónaójafnvægis, og notkun svitalyktareyðis hefur verið tengd við brjóstakrabbamein. Ekkert hefur hins vegar verið sannað um þessi tengsl. Á netinu takast á hagsmunahópar þeirra sem vilja selja vörurnar sínar áfram, sama hvað er í þeim, og hagsmunahópar neytenda, sem hafa oft ekki aðrar upplýsingar en þær að gerð hafi verið rannsókn, um hvað sé í raun satt. Hagsmunahópar þeirra sem hafa fundið upp annað efni til að koma í staðinn fyrir paraben blanda sér í baráttuna. Allir geta vísað í vísindamenn sem túlka niðurstöður rannsókna þeim í hag. Með öðrum orðum: rannsóknir voru gerðar og vísindamenn greinir á um niðurstöðuna. Hljómar kunnuglega? Ég bæti parabeninu að sjálfsögðu við transfitusýrurnar og aspartamið, e-efnin og allt hitt sem ég leita að á umbúðum í hvert sinn sem ég fer í búð með stækkunarglerið og válistann. Bráðum hætti ég að hafa tíma til að kaupa inn. Kannski ég fari bara að versla alfarið í rándýru lífrænu búðunum þar sem allt er hollt og hættulaust - svo vitað sé - ennþá.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun