Lausn Icesave auðveldar afnám gjaldeyrishafta 11. janúar 2011 11:17 Friðrik Már Baldursson forseti Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir að lausn Icesave deilunnar muni auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna, opna alþjóðlega fjármálamarkaði fyrir Íslandi og leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar hérlendis. Þá muni samskiptin við nágrannþjóðirnar batna. Þetta kemur fram í grein eftir Friðrik Má sem birt er á vefsíðu ETH viðskiptaháskólans í Zürich í Sviss undir fyrirsögninni „Icesave: Groundhog Day?" Þar er Friðrik að vísa til samnefndar kvikmyndar og spyr hvort Icesave málið sé raunveruleg útgáfa af myndinni, það er íslenska þjóðin vakni upp endurtekið á sama deginum. Friðrik Már greinir frá ferli málsins hingað til og segir að nú þegar þriðja útgáfan af Icesave-samningi sé komin til ákvörðunar sé ekki sami þrýstingur og áður á íslensk stjórnvöld að klára þetta mál. Þar að auki sé Icesave númer þrjú mun hagstæðari en fyrri samningar einkum þar sem vaxtagreiðslur eru mun minni. Fram kemur í greininni að bresk og hollensk stjórnvöld hafi haft í hótunum eftir að Icesave eitt og tvö var hafnað, einkum um að Ísland fengi enga erlenda lánafyrirgreiðslu. Þessir þjóðir hafi síðan gefið eftir, hugsanlega vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Það hefur hinsvegar kostað Íslendinga að Icesave sé ekki afgreitt mál. Hvort sá kostnaður er meiri eða minni en nemur hagstæðari samningi nú sé óljóst, að mati Friðriks. Friðrik telur það skynsamlegt að samþykkja þann Icesave samning sem nú liggur fyrir og honum lýst ekki vel á að vísa deilunni til dómstóla. Á þeirri leið séu augljósar og verulegar hættur sökum þess hve innistæðueigendum var mismunað með setningu neyðarlaganna á sínum tíma. Icesave Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Friðrik Már Baldursson forseti Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir að lausn Icesave deilunnar muni auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna, opna alþjóðlega fjármálamarkaði fyrir Íslandi og leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar hérlendis. Þá muni samskiptin við nágrannþjóðirnar batna. Þetta kemur fram í grein eftir Friðrik Má sem birt er á vefsíðu ETH viðskiptaháskólans í Zürich í Sviss undir fyrirsögninni „Icesave: Groundhog Day?" Þar er Friðrik að vísa til samnefndar kvikmyndar og spyr hvort Icesave málið sé raunveruleg útgáfa af myndinni, það er íslenska þjóðin vakni upp endurtekið á sama deginum. Friðrik Már greinir frá ferli málsins hingað til og segir að nú þegar þriðja útgáfan af Icesave-samningi sé komin til ákvörðunar sé ekki sami þrýstingur og áður á íslensk stjórnvöld að klára þetta mál. Þar að auki sé Icesave númer þrjú mun hagstæðari en fyrri samningar einkum þar sem vaxtagreiðslur eru mun minni. Fram kemur í greininni að bresk og hollensk stjórnvöld hafi haft í hótunum eftir að Icesave eitt og tvö var hafnað, einkum um að Ísland fengi enga erlenda lánafyrirgreiðslu. Þessir þjóðir hafi síðan gefið eftir, hugsanlega vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Það hefur hinsvegar kostað Íslendinga að Icesave sé ekki afgreitt mál. Hvort sá kostnaður er meiri eða minni en nemur hagstæðari samningi nú sé óljóst, að mati Friðriks. Friðrik telur það skynsamlegt að samþykkja þann Icesave samning sem nú liggur fyrir og honum lýst ekki vel á að vísa deilunni til dómstóla. Á þeirri leið séu augljósar og verulegar hættur sökum þess hve innistæðueigendum var mismunað með setningu neyðarlaganna á sínum tíma.
Icesave Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira