Komumst ekki undan tugmilljarða skuldbindingum Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2011 13:50 Bjarni Benediktsson útskýrði afstöðu sína í Valhöll í dag Mynd/Pjetur Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands. Bjarni sagði að sú niðurstaða sem hefði nú fengist í Icesave væri mun betri en þau samningstilboð sem áður hefði borist. Bjarni sagðist telja að réttarstaða Íslendinga í málinu væri góð. Það væri þess vegna sem Íslendingar hefðu náð betri samningum í málinu. Hins vegar væri ekki á vísan að róa í dómsmáli. Ef dómsmál myndi tapast gæti skuldbinding Íslendinga í málinu orðið mun hærri en ef samið yrði. Þá sagði Bjarni að ekki væri hægt að gera raunhæfar væntingar til þess að hægt yrði að ganga aftur að samningaborðinu ef þessum samningi sem nú liggur á borðinu yrði hafnað. Viðsemjendur hefðu gert saminganefnd Íslands ljóst að þetta væri lokatilboð. Þá sagði Bjarni að forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu ekki þakkað sjálfum sér að betri samningar náðust. Það væri fyrst og fremst íslensku þjóðinni að þakka sem hefði hafnað fyrri samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Loks sagði Bjarni að eignasafn Landsbankans væri ekki eins veikt og helstu andstæðingar Icesave samningsins héldu fram. Icesave Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands. Bjarni sagði að sú niðurstaða sem hefði nú fengist í Icesave væri mun betri en þau samningstilboð sem áður hefði borist. Bjarni sagðist telja að réttarstaða Íslendinga í málinu væri góð. Það væri þess vegna sem Íslendingar hefðu náð betri samningum í málinu. Hins vegar væri ekki á vísan að róa í dómsmáli. Ef dómsmál myndi tapast gæti skuldbinding Íslendinga í málinu orðið mun hærri en ef samið yrði. Þá sagði Bjarni að ekki væri hægt að gera raunhæfar væntingar til þess að hægt yrði að ganga aftur að samningaborðinu ef þessum samningi sem nú liggur á borðinu yrði hafnað. Viðsemjendur hefðu gert saminganefnd Íslands ljóst að þetta væri lokatilboð. Þá sagði Bjarni að forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu ekki þakkað sjálfum sér að betri samningar náðust. Það væri fyrst og fremst íslensku þjóðinni að þakka sem hefði hafnað fyrri samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Loks sagði Bjarni að eignasafn Landsbankans væri ekki eins veikt og helstu andstæðingar Icesave samningsins héldu fram.
Icesave Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira