Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2012 21:19 Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira