Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 12. janúar 2012 20:41 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira