Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 97-95 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 18. febrúar 2012 11:44 Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira