Dramatískur sigur hjá KR | Haukar unnu Keflavík eftir framlengingu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. febrúar 2012 20:30 Justin Shouse sækir að körfu KR í kvöld. mynd/anton KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni 89-87 á heimavelli sínum í kvöld þar sem Joshua Brown tryggði liðinu stigin tvö með því að setja tvö vítaskot af þremur niður þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Keith Cothran braut á Brown í þriggja stiga skoti og Brown klikkaði viljandi úr þriðja vítinu svo Stjarnan gæti ekki tekið leikhlé og byrjað með boltann inni á vallarhelmingi KR. Engu að síður fékk Justin Shouse fínt skot frá miðju til að tryggja Stjörnunni sigurinn þegar lokaflautið gall en skot hans geigaði. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en KR skoraði sjö af átta fyrstu stigum annars leikhluta og breyttu stöðunni úr 20-20 í 27-21. Áður en annar leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í átta stig 35-27. KR-ingar léku hraðann körfubolta, fengu opin færi sem þeir nýttu vel og léku fína vörn. Martin Hermannsson var sjóðandi heitur og skoraði átta stig á sjö mínútum en takturinn fór úr leiknum er leið á annan leikhluta þar sem dæmdar voru villur í gríð og erg og leikurinn fór að miklu leyti fram á vítalínunni. KR tók 18 vítaskot í fyrri hálfleik og Stjarnan 15. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú stig fyrir hálfleik 47-44. Ótrúlega lítill munur í ljósi þess að KR tók 25 fráköst gegn aðeins 10 Stjörnumanna í fyrri hálfleik en 15 tapaðir boltar hjá KR gegn aðeins 6 höfðu mikið með jafna stöðu að gera. Það gjörsamlega kviknaði í Justin Shouse leikstjórnanda Stjörnunnar í þriðja leikhluta. Hann skoraði 16 stig í leikhlutanum og geta Stjörnumenn þakkað honum að hafa aðeins verið þremur stigum undir fyrir fjórða leikhluta 74-71. Jafnræði var með liðunum allan fjórða leikhluta en Stjarnan jafnaði metin 81-81 þegar fimm mínútur voru eftir. Taugatitrings gætti hjá báðum liðum en Stjarnan komst yfir í fyrsta sinn frá því í fyrsta leikhluta 83-81 þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. KR svaraði með fimm stigum í röð og en Marvin Valdimarsson jafnaði metin 87-87 þegar sextán sekúndur voru eftir en þá settu KR-ingar boltann í hendurnar á Brown sem tryggði sigurinn. Mikil spenna var síðan á Ásvöllum þar sem Haukar unnu óvæntan sigur á Haukum eftir framlengdan leik.Úrslit kvöldsins:KR-Stjarnan 89-87 (20-20, 27-24, 27-27, 15-16) KR: Joshua Brown 21/7 fráköst, Robert Lavon Ferguson 15/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 13/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 8, Emil Þór Jóhannsson 6/7 fráköst, Dejan Sencanski 5/6 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 0, Kristófer Acox 0, Ólafur Már Ægisson 0. Stjarnan: Justin Shouse 28/4 fráköst, Keith Cothran 15/7 fráköst/10 stoðsendingar, Renato Lindmets 14/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 12/6 fráköst, Jovan Zdravevski 9, Fannar Freyr Helgason 5, Guðjón Lárusson 4, Sigurjón Örn Lárusson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Haukar-Keflavík 73-71 (17-22, 13-19, 22-12, 11-10, 10-8) Haukar: Emil Barja 23/5 fráköst, Hayward Fain 13/10 fráköst/6 stoðsendingar, Christopher Smith 12/19 fráköst/6 varin skot, Alik Joseph-Pauline 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 6/6 fráköst, Steinar Aronsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 1, Guðmundur Kári Sævarsson 0, Haukur Óskarsson 0, Óskar Ingi Magnússon 0, Marel Örn Guðlaugsson 0. Keflavík: Jarryd Cole 22/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14, Kristoffer Douse 11/6 fráköst, Charles Michael Parker 9/13 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0. Hrafn: Þurfum að bæta okkar leikmynd/anton"Við virðumst bara spila spennandi leiki núna. Þetta spilaðist ekki eins og við ætluðum okkur. Mér fannst við hafa alla burði til að vera mun meira yfir í fyrri hálfleik. Glötuð víti og glataðir boltar gegnum gangandi allan leikinn. Það þarf að greina hvað það er, hvort menn séu taugaóstyrkir eða værukærir. Við þurfum að pikka það upp á æfingum og jafnvel berja meira á hverjum öðrum og vera harðari," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir leikinn "Við fráköstum vel og vinnum okkur vel upp að körfunni en það skilar sér ekki nema menn setji niður vítinn. Það var gott að vinna þennan leik, við förum upp fyrir Stjörnuna og með betri innbyrðis árangur en við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum alla leið." "Við fáum umdeild víti í lokin en við gerum vel í að halda boltanum þangað til í lokin og taka ákvörðun. Mögulega lenti hann á honum. Mér fannst við nokkuð klárir síðustu einu og hálfu mínútuna," sagði Hrafn sem tók leikhlé fyrir vítaskot Brown þar sem sett var upp að koma í veg fyrir að Stjarnan geti tekið leikhlé. "Það hefði ekki skipt máli þó hann hefði bara sett annað vítið niður, hann hefði samt farið svona að," viðurkenndi Hrafn. Teitur: Erum á réttri leiðKothran á ferðinni í kvöld.mynd/anton"Þetta var hörkuleikur og sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var. Við förum illa að ráði okkar á mikilvægum augnablikum þar sem við hefðum getað komist fjórum stigum yfir. Við köstum þessu svolítið frá okkur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. "Mér fannst seinni hálfleikur mjög skrýtinn. Þeir skora að vild þegar vörnin okkar datt aðeins niður í þriðja leikhluta en við mjökum okkur aftur inn í leikinn." "Mér fannst við þessi leikur skref upp á við hjá liðinu. Við erum á leiðinni þangað sem við ætlum okkur að vera. Að öllu eðlilegur hefðum við unnið þennan leik," sagði Teitur sem treysti dómaranum til að hafa dæmt rétt þegar villan á Colthran var dæmd í lokin. "Simmi dæmir þetta ekki nema vera með þetta á hreinu. Ég sá þetta ekki en ég treysti Simma, hann dæmir ekki svona á lokasekúndunni nema vera mjög öruggur, hann var í frábærri stöðu til að sjá þetta," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni 89-87 á heimavelli sínum í kvöld þar sem Joshua Brown tryggði liðinu stigin tvö með því að setja tvö vítaskot af þremur niður þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Keith Cothran braut á Brown í þriggja stiga skoti og Brown klikkaði viljandi úr þriðja vítinu svo Stjarnan gæti ekki tekið leikhlé og byrjað með boltann inni á vallarhelmingi KR. Engu að síður fékk Justin Shouse fínt skot frá miðju til að tryggja Stjörnunni sigurinn þegar lokaflautið gall en skot hans geigaði. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en KR skoraði sjö af átta fyrstu stigum annars leikhluta og breyttu stöðunni úr 20-20 í 27-21. Áður en annar leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í átta stig 35-27. KR-ingar léku hraðann körfubolta, fengu opin færi sem þeir nýttu vel og léku fína vörn. Martin Hermannsson var sjóðandi heitur og skoraði átta stig á sjö mínútum en takturinn fór úr leiknum er leið á annan leikhluta þar sem dæmdar voru villur í gríð og erg og leikurinn fór að miklu leyti fram á vítalínunni. KR tók 18 vítaskot í fyrri hálfleik og Stjarnan 15. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú stig fyrir hálfleik 47-44. Ótrúlega lítill munur í ljósi þess að KR tók 25 fráköst gegn aðeins 10 Stjörnumanna í fyrri hálfleik en 15 tapaðir boltar hjá KR gegn aðeins 6 höfðu mikið með jafna stöðu að gera. Það gjörsamlega kviknaði í Justin Shouse leikstjórnanda Stjörnunnar í þriðja leikhluta. Hann skoraði 16 stig í leikhlutanum og geta Stjörnumenn þakkað honum að hafa aðeins verið þremur stigum undir fyrir fjórða leikhluta 74-71. Jafnræði var með liðunum allan fjórða leikhluta en Stjarnan jafnaði metin 81-81 þegar fimm mínútur voru eftir. Taugatitrings gætti hjá báðum liðum en Stjarnan komst yfir í fyrsta sinn frá því í fyrsta leikhluta 83-81 þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. KR svaraði með fimm stigum í röð og en Marvin Valdimarsson jafnaði metin 87-87 þegar sextán sekúndur voru eftir en þá settu KR-ingar boltann í hendurnar á Brown sem tryggði sigurinn. Mikil spenna var síðan á Ásvöllum þar sem Haukar unnu óvæntan sigur á Haukum eftir framlengdan leik.Úrslit kvöldsins:KR-Stjarnan 89-87 (20-20, 27-24, 27-27, 15-16) KR: Joshua Brown 21/7 fráköst, Robert Lavon Ferguson 15/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 13/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 8, Emil Þór Jóhannsson 6/7 fráköst, Dejan Sencanski 5/6 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 0, Kristófer Acox 0, Ólafur Már Ægisson 0. Stjarnan: Justin Shouse 28/4 fráköst, Keith Cothran 15/7 fráköst/10 stoðsendingar, Renato Lindmets 14/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 12/6 fráköst, Jovan Zdravevski 9, Fannar Freyr Helgason 5, Guðjón Lárusson 4, Sigurjón Örn Lárusson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Haukar-Keflavík 73-71 (17-22, 13-19, 22-12, 11-10, 10-8) Haukar: Emil Barja 23/5 fráköst, Hayward Fain 13/10 fráköst/6 stoðsendingar, Christopher Smith 12/19 fráköst/6 varin skot, Alik Joseph-Pauline 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 6/6 fráköst, Steinar Aronsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 1, Guðmundur Kári Sævarsson 0, Haukur Óskarsson 0, Óskar Ingi Magnússon 0, Marel Örn Guðlaugsson 0. Keflavík: Jarryd Cole 22/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14, Kristoffer Douse 11/6 fráköst, Charles Michael Parker 9/13 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0. Hrafn: Þurfum að bæta okkar leikmynd/anton"Við virðumst bara spila spennandi leiki núna. Þetta spilaðist ekki eins og við ætluðum okkur. Mér fannst við hafa alla burði til að vera mun meira yfir í fyrri hálfleik. Glötuð víti og glataðir boltar gegnum gangandi allan leikinn. Það þarf að greina hvað það er, hvort menn séu taugaóstyrkir eða værukærir. Við þurfum að pikka það upp á æfingum og jafnvel berja meira á hverjum öðrum og vera harðari," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir leikinn "Við fráköstum vel og vinnum okkur vel upp að körfunni en það skilar sér ekki nema menn setji niður vítinn. Það var gott að vinna þennan leik, við förum upp fyrir Stjörnuna og með betri innbyrðis árangur en við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum alla leið." "Við fáum umdeild víti í lokin en við gerum vel í að halda boltanum þangað til í lokin og taka ákvörðun. Mögulega lenti hann á honum. Mér fannst við nokkuð klárir síðustu einu og hálfu mínútuna," sagði Hrafn sem tók leikhlé fyrir vítaskot Brown þar sem sett var upp að koma í veg fyrir að Stjarnan geti tekið leikhlé. "Það hefði ekki skipt máli þó hann hefði bara sett annað vítið niður, hann hefði samt farið svona að," viðurkenndi Hrafn. Teitur: Erum á réttri leiðKothran á ferðinni í kvöld.mynd/anton"Þetta var hörkuleikur og sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var. Við förum illa að ráði okkar á mikilvægum augnablikum þar sem við hefðum getað komist fjórum stigum yfir. Við köstum þessu svolítið frá okkur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. "Mér fannst seinni hálfleikur mjög skrýtinn. Þeir skora að vild þegar vörnin okkar datt aðeins niður í þriðja leikhluta en við mjökum okkur aftur inn í leikinn." "Mér fannst við þessi leikur skref upp á við hjá liðinu. Við erum á leiðinni þangað sem við ætlum okkur að vera. Að öllu eðlilegur hefðum við unnið þennan leik," sagði Teitur sem treysti dómaranum til að hafa dæmt rétt þegar villan á Colthran var dæmd í lokin. "Simmi dæmir þetta ekki nema vera með þetta á hreinu. Ég sá þetta ekki en ég treysti Simma, hann dæmir ekki svona á lokasekúndunni nema vera mjög öruggur, hann var í frábærri stöðu til að sjá þetta," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira