Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:45 Kipyego kemur fyrstur í mark í kuldalegri Tókíó í nótt. Nordic Photos / Getty Images Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja. Erlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja.
Erlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira