Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Njarðvík 74-61 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 1. mars 2012 21:41 Stjarnan vann í kvöld góðan þrettán stiga heimasigur, 74-61 á Njarðvík í Iceland Express deildinni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum sýndu Stjörnumenn styrk sinn og unnu góðan sigur Leikurinn fór hægt af stað og var sóknarleikur liðanna nokkuð tilviljanakenndur í upphafi. Stjörnumenn voru þó fyrri til að bæta leik sinn og komust þeir í þriggja stiga forystu, 9-6 um miðjan leikhlutann með góðri þriggja stiga körfu frá Marvin Valdimarssyni. Við þetta kviknaði á Stjörnumönnum og héldu þeim engin bönd næstu mínútur. Þeir skoruðu næstu fimm körfur og voru komnir í þægilega fjórtan stiga forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Stjörnumenn áttu í litlum erfiðleikum með Njarðvíkinga og voru þeir komnir í fimmtán stiga forystu, 25-10 þegar fyrsti leikhluti var úti. Njarðvíkingar bættu varnarleik sinn í byrjun annars leikhluta og komu í kjölfarið af því tvær góðar körfur frá leikstjórnandanum unga, Elvari Friðrikssyni. Það virtist eins og slökkt hafi verið á Stjörnumönnum eftir fyrsta leikhluta því að þeir spiluðu virkilega illa í öðrum leikhlutanum og skoruðu aðeins átta stig. Njarðvíkingar færðu sér þetta í nyt tókst þeim að að skera forskotið niður í sex stig þegar hálfleikurinn var úti með góðri flautukörfu frá áðurnefndum Elvari. Stjörnumenn leiddu því 33-27 í mjög kaflaskiptum fyrri hálfleik. Stjörnuliðið úr fyrsta leikhluta virtist vera mætt aftur í síðari hálfleikinn því að þeir byrjuðu leikhlutann af krafti og voru komnir í ellefu stiga forystu þegar stutt var liðið af þriðja leikhlutanum. Njarðvíkingar svöruðu þó sterkri byrjun Stjörnunnar vel og var munurinn einungis fimm stig þegar leikhlutinn var úti og von á spennandi fjórða leikhluta. Liðin skiptust á að skora í upphafi fjórða leikhlutans en Njarðvíkingar héldu flottu áhlaupi sínu áfram og tókst þeim að jafna leikinn, 54-54 með góðri körfu frá Cameron Echols, þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Við tók góður leikkafli Stjörnunnar og voru þeir komnir í níu stiga forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnumenn skoruðu svo síðustu fjögur stig leiksins og unnu að lokum þrettán stiga sigur, 74-61. Leikurinn var mjög kaflaskiptur eins og áður hefur verið sagt og einkenndist leikurinn af slökum sóknarleik liðanna. Mikið var um tæknimistök hjá liðunum en í liði Stjörnunnar voru það einna helst Renato Lindmets og Justin Shouse sem sýndu lit í sóknarleiknum. Í liði Njarðvíkur átti Cameron Echols fínan leik ásamt því að leikstjórnandinn Elvar Friðriksson spilaði ágætlega. Liðin áttu í stökustu villuvandræðum og þá aðallega Stjörnumenn en þrír leikmenn í þeirra liði voru sendir af velli vegna villufjölda. Sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna enda eru þeir í mikilli baráttu um annað sætið í deildinni. Njarðvíkingum bíður hinsvegar hörð baráttu um sæti í úrslitakeppninni en þeir sitja í áttunda sæti deildarinnar.Justin Shouse: Ætlum okkur lengra en í fyrra "Þetta leikur var mjög kaflaskiptur. Við byrjuðum frábærlega og það hafði mikið að segja í þessum leik. Við vorum að spila á móti ungu og spræku liði Njarðvíkur og erum við því mjög ánægðir með að hafa tekist að vinna leikinn. Þetta fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar en þó að við höfum ekkert spilað neitt sérstaklega vel unnum við samt og er það mikilvægt," sagði Justin. Aðspurður um markmið Stjörnunnar fyrir komandi átök var svar Justin einfalt: "Á síðasta ári töpuðum við úrslitaviðureigninni við KR og við ætlum okkur að sjálfsögðu aftur að komast þangað. Að segja að markmiðið okkar sé eitthvað minna en það sem við gerðum í fyrra er að náttúrulega fáranlegt. Þetta er langt og erfitt tímabil en við ætlum okkur að vera með í baráttunni í lokin," "Mig langar líka að þakka fólkinu hérna frá Vík í Mýrdal sem var hérna í kvöld til þess að styðja mig. Ég bjó þar á upphafsárunum mínum á Íslandi og er ég þakklátur fyrir stuðninginn," sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar léttur að lokum.Teitur: Sýndum styrk "Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og var ég ánægður með það. Njarðvíkurliðið náði þó að klóra sig aftur inn í leikinn og tókst þeim búnir að jafna hann þarna á tímabili í fjórða leikhluta. Við sýndum þá styrk okkar og tókst að klára þetta almennilega og er ég ánægður með það," sagði Teitur. "Það er óraunhæft að ætla að spila eins og við gerðum í fyrsta leikhluta út allan leikinn. Við hefðum unnið leikinn með einhverjum sextíu stigum eða svo hefði það verið tilfellið og er ekki raunhæft að ætlast til þess. Við gerðum nóg í dag til þess að vinna leikinn og er ég ánægður með það," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar að lokum.Einar Árni: Skorti trú á verkefnið "Við erum aldrei ánægðir ef við fáum ekki sigur. Við vorum að vonast eftir því að fylgja eftir tveimur góðum heimasigrum í röð með sigri hér í kvöld en það gekk ekki eftir. Við bara byrjum þetta hræðilega sem gerir okkur þetta erfitt fyrir. Við komum þó vel til baka og spiluðum hörku vörn í öðrum og þriðja leikhluta. Við náðum að jafna leikinn og hefðum getað komist yfir en klúðrum hraðaupphlaupi. Það var eins og okkur skorti einhverja trú á verkefninu hérna í kvöld. Við vorum oft nálægt þessu en það vantaði alltaf einhverja trú. Við vorum samt eiginlega lygilega nálægt því að fá eitthvað úr þessum leik. Svona miðað við hversu sóknarleikurinn okkar var slakur," sagði Einar Árni. "Við erum í áttunda sætinu eins og staðan er í dag. Við fáum Keflavík í heimsókn á fimmtudaginn og svo er það stórleikur við Fjölni. Sá leikur mun sennilega hafa mikið um það að segja hverjir komast í úrslitakeppni. Við verðum að mæta tilbúnir til leiks í þann leik," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í leikslok.Stjarnan-Njarðvík 74-61 (25-10, 8-17, 19-20, 22-14) Stjarnan: Renato Lindmets 21/10 fráköst, Justin Shouse 15/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/5 stoðsendingar, Keith Cothran 10/8 fráköst, Jovan Zdravevski 9/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/13 fráköst, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Sigurjón Örn Lárusson 0/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Njarðvík: Cameron Echols 24/6 fráköst, Travis Holmes 18/7 fráköst/4 varin skot, Elvar Már Friðriksson 11/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 3/5 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 2/8 fráköst, Páll Kristinsson 2, Oddur Birnir Pétursson 1/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld góðan þrettán stiga heimasigur, 74-61 á Njarðvík í Iceland Express deildinni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum sýndu Stjörnumenn styrk sinn og unnu góðan sigur Leikurinn fór hægt af stað og var sóknarleikur liðanna nokkuð tilviljanakenndur í upphafi. Stjörnumenn voru þó fyrri til að bæta leik sinn og komust þeir í þriggja stiga forystu, 9-6 um miðjan leikhlutann með góðri þriggja stiga körfu frá Marvin Valdimarssyni. Við þetta kviknaði á Stjörnumönnum og héldu þeim engin bönd næstu mínútur. Þeir skoruðu næstu fimm körfur og voru komnir í þægilega fjórtan stiga forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Stjörnumenn áttu í litlum erfiðleikum með Njarðvíkinga og voru þeir komnir í fimmtán stiga forystu, 25-10 þegar fyrsti leikhluti var úti. Njarðvíkingar bættu varnarleik sinn í byrjun annars leikhluta og komu í kjölfarið af því tvær góðar körfur frá leikstjórnandanum unga, Elvari Friðrikssyni. Það virtist eins og slökkt hafi verið á Stjörnumönnum eftir fyrsta leikhluta því að þeir spiluðu virkilega illa í öðrum leikhlutanum og skoruðu aðeins átta stig. Njarðvíkingar færðu sér þetta í nyt tókst þeim að að skera forskotið niður í sex stig þegar hálfleikurinn var úti með góðri flautukörfu frá áðurnefndum Elvari. Stjörnumenn leiddu því 33-27 í mjög kaflaskiptum fyrri hálfleik. Stjörnuliðið úr fyrsta leikhluta virtist vera mætt aftur í síðari hálfleikinn því að þeir byrjuðu leikhlutann af krafti og voru komnir í ellefu stiga forystu þegar stutt var liðið af þriðja leikhlutanum. Njarðvíkingar svöruðu þó sterkri byrjun Stjörnunnar vel og var munurinn einungis fimm stig þegar leikhlutinn var úti og von á spennandi fjórða leikhluta. Liðin skiptust á að skora í upphafi fjórða leikhlutans en Njarðvíkingar héldu flottu áhlaupi sínu áfram og tókst þeim að jafna leikinn, 54-54 með góðri körfu frá Cameron Echols, þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Við tók góður leikkafli Stjörnunnar og voru þeir komnir í níu stiga forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnumenn skoruðu svo síðustu fjögur stig leiksins og unnu að lokum þrettán stiga sigur, 74-61. Leikurinn var mjög kaflaskiptur eins og áður hefur verið sagt og einkenndist leikurinn af slökum sóknarleik liðanna. Mikið var um tæknimistök hjá liðunum en í liði Stjörnunnar voru það einna helst Renato Lindmets og Justin Shouse sem sýndu lit í sóknarleiknum. Í liði Njarðvíkur átti Cameron Echols fínan leik ásamt því að leikstjórnandinn Elvar Friðriksson spilaði ágætlega. Liðin áttu í stökustu villuvandræðum og þá aðallega Stjörnumenn en þrír leikmenn í þeirra liði voru sendir af velli vegna villufjölda. Sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna enda eru þeir í mikilli baráttu um annað sætið í deildinni. Njarðvíkingum bíður hinsvegar hörð baráttu um sæti í úrslitakeppninni en þeir sitja í áttunda sæti deildarinnar.Justin Shouse: Ætlum okkur lengra en í fyrra "Þetta leikur var mjög kaflaskiptur. Við byrjuðum frábærlega og það hafði mikið að segja í þessum leik. Við vorum að spila á móti ungu og spræku liði Njarðvíkur og erum við því mjög ánægðir með að hafa tekist að vinna leikinn. Þetta fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar en þó að við höfum ekkert spilað neitt sérstaklega vel unnum við samt og er það mikilvægt," sagði Justin. Aðspurður um markmið Stjörnunnar fyrir komandi átök var svar Justin einfalt: "Á síðasta ári töpuðum við úrslitaviðureigninni við KR og við ætlum okkur að sjálfsögðu aftur að komast þangað. Að segja að markmiðið okkar sé eitthvað minna en það sem við gerðum í fyrra er að náttúrulega fáranlegt. Þetta er langt og erfitt tímabil en við ætlum okkur að vera með í baráttunni í lokin," "Mig langar líka að þakka fólkinu hérna frá Vík í Mýrdal sem var hérna í kvöld til þess að styðja mig. Ég bjó þar á upphafsárunum mínum á Íslandi og er ég þakklátur fyrir stuðninginn," sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar léttur að lokum.Teitur: Sýndum styrk "Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og var ég ánægður með það. Njarðvíkurliðið náði þó að klóra sig aftur inn í leikinn og tókst þeim búnir að jafna hann þarna á tímabili í fjórða leikhluta. Við sýndum þá styrk okkar og tókst að klára þetta almennilega og er ég ánægður með það," sagði Teitur. "Það er óraunhæft að ætla að spila eins og við gerðum í fyrsta leikhluta út allan leikinn. Við hefðum unnið leikinn með einhverjum sextíu stigum eða svo hefði það verið tilfellið og er ekki raunhæft að ætlast til þess. Við gerðum nóg í dag til þess að vinna leikinn og er ég ánægður með það," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar að lokum.Einar Árni: Skorti trú á verkefnið "Við erum aldrei ánægðir ef við fáum ekki sigur. Við vorum að vonast eftir því að fylgja eftir tveimur góðum heimasigrum í röð með sigri hér í kvöld en það gekk ekki eftir. Við bara byrjum þetta hræðilega sem gerir okkur þetta erfitt fyrir. Við komum þó vel til baka og spiluðum hörku vörn í öðrum og þriðja leikhluta. Við náðum að jafna leikinn og hefðum getað komist yfir en klúðrum hraðaupphlaupi. Það var eins og okkur skorti einhverja trú á verkefninu hérna í kvöld. Við vorum oft nálægt þessu en það vantaði alltaf einhverja trú. Við vorum samt eiginlega lygilega nálægt því að fá eitthvað úr þessum leik. Svona miðað við hversu sóknarleikurinn okkar var slakur," sagði Einar Árni. "Við erum í áttunda sætinu eins og staðan er í dag. Við fáum Keflavík í heimsókn á fimmtudaginn og svo er það stórleikur við Fjölni. Sá leikur mun sennilega hafa mikið um það að segja hverjir komast í úrslitakeppni. Við verðum að mæta tilbúnir til leiks í þann leik," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í leikslok.Stjarnan-Njarðvík 74-61 (25-10, 8-17, 19-20, 22-14) Stjarnan: Renato Lindmets 21/10 fráköst, Justin Shouse 15/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/5 stoðsendingar, Keith Cothran 10/8 fráköst, Jovan Zdravevski 9/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/13 fráköst, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Sigurjón Örn Lárusson 0/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Njarðvík: Cameron Echols 24/6 fráköst, Travis Holmes 18/7 fráköst/4 varin skot, Elvar Már Friðriksson 11/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 3/5 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 2/8 fráköst, Páll Kristinsson 2, Oddur Birnir Pétursson 1/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira