Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum 19. mars 2012 19:42 Mynd úr safni. Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Samkvæmt Skessuhorni var það Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási, sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis í dag, 19. mars. Í ljósi efasemda sem menn höfðu um lóu sem heyrst hafði í á Suðurlandi í síðustu viku, vildi Elli hafa vaðið fyrir neðan sig og hringdi því á ljósmyndara frá Skessuhorni til að færa sönnur á mál sitt. Lóan virðist ekki ætla að vera boðberi hlýnandi veðurs, þó það sé auðvitað ómögulegt að útiloka slíkt, því Vegagerðin og Veðurstofa Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu á framfæri: Það verður hvöss SV-átt með éljahryðjum vestan- og suðvestantil og eins norður í land. Veður fer jafnframt kólnandi og víða á þessum slóðum verður ísing á vegum með kvöldinu. Skafrenningur og blint í éljum á fjallvegum til morguns, s.s. á Hellisheiði og ekki síður á Holtavörðuheiði og fleiri hærri fjallvegum um landið vestanvert. Fyrir þá sem trúa ekki að vorboðinn sé kominn, þá má finna óræka sönnun á vef Skessuhorns. Lóan er komin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Samkvæmt Skessuhorni var það Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási, sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis í dag, 19. mars. Í ljósi efasemda sem menn höfðu um lóu sem heyrst hafði í á Suðurlandi í síðustu viku, vildi Elli hafa vaðið fyrir neðan sig og hringdi því á ljósmyndara frá Skessuhorni til að færa sönnur á mál sitt. Lóan virðist ekki ætla að vera boðberi hlýnandi veðurs, þó það sé auðvitað ómögulegt að útiloka slíkt, því Vegagerðin og Veðurstofa Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu á framfæri: Það verður hvöss SV-átt með éljahryðjum vestan- og suðvestantil og eins norður í land. Veður fer jafnframt kólnandi og víða á þessum slóðum verður ísing á vegum með kvöldinu. Skafrenningur og blint í éljum á fjallvegum til morguns, s.s. á Hellisheiði og ekki síður á Holtavörðuheiði og fleiri hærri fjallvegum um landið vestanvert. Fyrir þá sem trúa ekki að vorboðinn sé kominn, þá má finna óræka sönnun á vef Skessuhorns.
Lóan er komin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira