Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2012 20:52 Stjörnustrákar höfðu ástæðu til þess að fagna í Keflavík í kvöld. Mynd / Valli Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.). Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.).
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira