Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 20:59 Snæfellskonur eru komnar inn í úrslitakeppnina. Mynd/Baldur Beck Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira