Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 98 - Keflavík 99 Kristinn Páll Teitsson í Grafarvogi skrifar 22. mars 2012 19:00 Fjölnismenn voru grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Iceland Express deild karla í 99-98 tapi í framlengingu gegn Keflavík í kvöld. Fyrir leik vissu bæði lið að þau gætu breytt stöðu sinni í deildinni með sigri en það væri háð úrslitum annarra leikja. Keflvíkingar gátu tryggt sér heimavallarétt í úrslitakeppninni ef KR tapaði gegn ÍR á meðan Fjölnismenn voru háðir tapi ÍR og Njarðvíkur til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Dauft var í liðunum fyrstu mínúturnar en þá tóku Fjölnismenn við sér og náðu góðum 11-0 kafla sem tryggði þeim 7 stiga forystu í lok fyrsta leikhluta, 30-23. Keflvíkingar vöknuðu við það og var mikið jafnræði í öðrum leikhluta en Keflvíkingar náðu undir lokin að minnka muninn niður í 4 stig, 49-45. Þriðji leikhlutinn hófst með látum, Magnús Gunnar Þorsteinsson hóf skotsýningu fyrir utan þriggja stiga línuna og setti niður þrjá þrista á jafn mörgum mínútum sem færði Keflvíkingum forystuna. Þá tóku heimamenn aftur við sér og buðu upp á sína eigin þristasýningu, þrír þristar á aðeins nokkrum mínútum. Það gaf þeim ágætis forskot sem þeir héldu út leikhlutann og var staðan 73-65 fyrir Fjölni í lok leikhlutans. Háspenna var í fjórða leikhluta og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndunum. Hvorugt liðið náði að skora körfu undir lokin þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið ágætis færi og þurfti því framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum. Í framlengingunni skiptust liðin á forystunni fyrstu mínúturnar en þegar 50 sekúndur voru eftir á klukkunni steig Magnús aftur upp og setti gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu og fékk vítakast að auki sem gaf Keflvíkingum 2 stiga forskot. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir að hafa verið mjög nálægt því að skora flautukörfu og lauk leiknum því með 99-98 sigri Keflvíkinga. Fjölnismenn geta verið gríðarlega svekktir að hafa verið jafn nálægt því að komast í úrslitakeppnina, það reyndist þeim dýrt að klúðra einum 7 vítum í röð í fjórða leikhluta. Keflvíkingar hinsvegar geta verið ánægðir með leikinn, þeir fengu ágætis æfingu í háspennuleik fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. Hægt er að lesa textalýsingu af leiknum hér fyrir neðan. Sigurður: Fín æfing fyrir úrslitakeppnina„Háspennuleikur, skemmtilegur og frábær síðasti leikur í deildarkeppninni," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Fjölnismenn spiluðu gríðarlega vel og það er leiðinlegt fyrir þá að komast ekki í úrslitakeppnina, við vorum heppnir að ná sigrinum hérna í kvöld." „Við vissum að það yrði erfitt að ná fjórða sætinu og að við værum eiginlega fastir í fimmta sætinu. Það hefði mikið þurft að breytast til þess að við hefðum náð fjórða sætinu, við förum hinsvegar í alla leiki til að vinna þá. Það var meira undir fyrir Fjölnismenn og." „Vörnin var rosalega léleg fyrstu tíu mínúturnar en við náðum að laga það og það skóp sigurinn. Þessi leikur var fín æfing fyrir úrslitakeppnina, það eru flestir leikir svona spennandi þar og gott að fá æfingu í svoleiðis leikjum." Keflavík mætir Stjörnunni í fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Stjarnan er það lið sem við höfum átt mest í basli með í vetur, höfum tapað stórt gegn þeim hingað til en núna hefst ný keppni sem við ætlum að koma af fullum krafti í," sagði Sigurður. Örvar: Grátlegt er vægt til orða tekið„Grátlegt er eiginlega vægt til orða tekið, maður trúir þessu ekki, þetta er alveg hundfúlt," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnismanna eftir leikinn. „Við förum alltaf í alla leiki að gera okkar hluti, við ætluðum að vinna okkar leik og sjá til hvernig hinir leikirnir færu. Við vitum að Keflavík er með hörku lið, ríkjandi bikarmeistarar en mér fannst við vera betra liðið hérna í dag. Þeir eru hinsvegar með hörku leikmenn sem stíga upp á réttum tíma." „Hlutir duttu fyrir þá sem duttu ekki fyrir okkur hérna í seinni hálfleik, Magnús Gunnarsson skyldi liðin að hérna í framlengingunni. Við höfum verið skrefinu á undan allann leikinn en þeir náðu að klára þetta." Örvar Þór var ekki ánægður með dómarapar leiksins. „Ég er búinn að hrósa dómurum ítrekað í vetur og fyrst maður hrósar þeim reglulega á maður að geta gagnrýnt þá líka einstaka sinnum. Ég var ekki sáttur með dómaraparið hérna í kvöld, mér fannst virðingin liggja frekar mikið hjá leikmönnum Keflavíkur, það voru hlutir í lokin sem mér fannst halla á okkur." Fjölnismenn eru komnir í sumarfrí eftir þennan leik en Örvar tekur margt gott úr þessu tímabili. „Maður verður að taka jákvæðu hlutina út en það er náttúrulega neikvætt að komast ekki í úrslitakeppnina. Það eru hinsvegar ungir strákar að koma upp hjá mér og framtíðin er björt en það er undir liði mínu komið að taka næsta skref. Að fara úr því að vera næstum-því lið í að vera alvöru lið sem fer í úrslitakeppnina," sagði Örvar. Magnús: Þristunum mun rigna niður„Samkvæmt tölunum var þetta háspennuleikur en þetta skipti okkur eiginlega engu máli, við vissum að við myndum að öllum líkindum ekki komast ofar," sagði Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. „Þegar þrjár mínútur voru eftir vorum við einu stigi undir, við ákváðum að spila eins og við myndum spila í úrslitakeppninni og mér fannst það koma bara flott út, við náðum að klára leikinn. Þetta var flott æfing sem við stóðumst." Magnús var gríðarlega sterkur í seinni hluta leiksins og setti niður stórar körfur fyrir Keflvíkinga. „Aftur, mjög fín æfing fyrir úrslitakeppnina. Þetta er það sem koma skal í úrslitakeppninni og þristunum mun rigna niður í Keflavík og Garðabænum." Keflvíkingar mæta Stjörnunni í fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Maður er mjög spenntur fyrir þessu, við grúttöpuðum öllum leikjum liðanna hingað til. Það er kominn tími til spýta í lófann og vera karlmenn í þessu einvígi, annað en í hinum leikjunum," sagði Magnús.Fjölnir - Keflavík 98 - 99Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 18/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkarðsson 17, Nathan Walkup 16/12 fráköst, Calvin O'Neal 16, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 8, Trausti Eiríksson 5, Daði Berg Grétarsson 2, Haukur Sverrisson 2, Gunnar Ólafsson 2.Keflavík: Jarred Cole 37/19 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 28, Charles Michael Parker 14, Gunnar Stefánsson 6, Halldór Örn Halldórsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Valur Orri Valsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2.Leik lokið | Fjölnir 98 - 99 Keflavík: Fjölnismenn hrikalega nálægt því að skora sigurkörfuna en fer í körfuna og út.Framlenging: Fjölnismenn setja niður þrist á nokkrum sekúndum og brjóta strax á Keflvíkingum, Valur Orri Valsson fer á vítalínunna í stöðunni 99-98 þegar 1.8 sekúnda er eftir á klukkunni.Framlenging: Calvin O'Neal reynir erfitt skot og Jarred nær að blokka skotið, gríðarlega dýrmætt. Calvin er snöggur að brjóta á Jarred hann setur niður bæði vítaskotin.Framlenging: Allt að sjóða uppúr hérna í Grafarvoginum, Arnþór fær gott færi og kemur Fjölnismönnum í tveggja stiga forystu, 95-93. Maggi Gunn hinsvegar svarar með þrist fyrir Keflvíkinga og fær dæmda villu í kjölfarið, getur komið muninum í tvö stig þegar 23,4 sekúndur eru eftir á klukkunni. Staðan er 96-95Framlenging: Arnþór fær galopið skot fyrir utan teig og setur þrist, heimamönnum til mikillar gleði. Þvílík stemming á pöllunum þessar síðustu mínútur.Framlenging: Fjölnir búnir að klúðra sjö vítum í röð, gæti reynst þeim dýrkeypt. Staðan enn 92-90 fyrir Keflavík þegar 1:44 er eftir.Framlenging: 92-90 fyrir Keflavík þegar 2 mínútur eru búnar af framlengingunni.4. leikhluta lokið | Fjölnir 86 - 86 Keflavík: Hjalti Vilhjálmsson að setja niður MIKILVÆGAN þrist fyrir Fjölnismenn, kemur þeim í tveggja stiga mun þegar 50 sekúndur eru eftir, 86-84. Jarred Cole er fljótur að svara og jafnar í 86-86. 26 sekúndur eftir á klukkunni en heimamenn ná ekki að nýta sér sóknina og við erum á leiðinni í framlengingu.4. leikhluti: Liðin skiptast á eins stigs forystu, staðan 84-83 fyrir Keflvíkingum þegar tæplega 2 mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti: Magnús jafnar leikinn hér 80 - 80 þegar 4:42 eru eftir af leiknum með þristi úr horninu.4. leikhluti: Keflvíkingar eru ekki hættir, þeir eru búnir að minnka muninn niður í 3 stig þegar tæplega 7 mínútur eru eftir af leiknum, 75-723. leikhluta lokið | Fjölnir 73 - 65 Keflavík : Keflvíkingar byrjuðu leikhlutann betur og náðu forystunni eftir nokkrar mínútur eftir stórskotasýningu Magnúsar. Fjölnismenn tóku sig þá til og settu upp sína eigin þriggja stiga sýningu og náðu 8 stiga forskot rétt fyrir lok leikhlutans.3. leikhluti: Það er aldeilis! Þristunum heldur áfram að rigna niður í Grafarvoginum, eftir sýningu Magnúsar taka heimamenn sig til og setja þrjá þrista með stuttu millibili sem nær forystunni aftur fyrir Fjölnismenn, 60-58.3. leikhluti: Jahá, Sigurður hefur greinilega náð að kveikja í Magnúsi í liði Keflavíkur. Eftir að hafa sett niður einn þrist í fjórum tilraunum í fyrri hálfleik setur hann niður þrjá í röð á tæplega tveggja mínútna kafla.3. leikhluti: Heimamenn að bjóða upp á troðslusýningu áhorfendunum til mikillar gleði. Magnús Þór Gunnarsson er þó fljótur að slökkva í látunum með tveimur þristum með stuttu millibili sem kemur Keflvíkingum í forystuna, 51-53.Hálfleikur: Eins og staðan er þessa stundina eru heimamenn á leiðinni í úrslitakeppnina. ÍR og Njarðvík eru bæði að tapa sínum leikjum og myndi það skjóta Fjölnismönnum í úrslitakeppnina á grundvelli betri árangurs í innbyrðisleikjum við Njarðvík.2. leikhluta lokið | Fjölnir 49 - 45 Keflavík : Eftir ágætis kafla Fjölnismanna sem þeir koma muninum aftur upp í 8 stig skora Keflvíkingar síðustu stig leikhlutans og minnka muninn niður í 4 stig.2. leikhluti: Jafnræði með liðinum í öðrum leikhluta, Keflvíkingar þó búnir að minnka munninn niður í 3 stig þegar rúmlega 3. mínútur eru eftir af leikhlutanum.2. leikhluti: Jarryd Cole að spila mjög vel í fyrri hálfleik, kominn með 17 stig þegar annar leikhluti er hálfnaður.1. leikhluta lokið | Fjölnir 30 - 23 Keflavík: Eftir að gestirnir byrjuðu leikinn betur tóku heimamenn við sér og unnu sig inn í leikinn. Fjölnismenn náðu góðum kafla um miðjan hálfleikinn og náðu á tíma 10 stiga forskoti en Keflvíkingar náðu að minnka það fyrir lok leikhlutans.1. leikhluti: Fjölnismenn að eiga góðan 11-0 kafla og komnir með 8 stiga forystu, 22-14.1. leikhluti: Gestirnir leiða þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður 14-11.1. leikhluti: Nathan Walkup skorar fyrstu stig Fjölnis með huggulegri troðslu yfir Almar, leikmann Keflavíkur.Fyrir leik: Ekki hægt að segja að Keflvíkingar séu vel studdir hér í kvöld, af þeim stuðningsmönnum sem komnir eru sé ég engan í búning gestanna. Það eru hinsvegar margir sem skarta hinum gula Fjölnisbúning.Fyrir leik: Það er þétt setið í blaðamannastúkunni fyrir leikinn, ekki verður það sama sagt um áhorfendastúkuna en það eru enn 5. mínútur í leik og það gæti breyst. Tæplega 80 manns mættir þegar byrjað er að kynna leikmenn til leiks.Fyrir leik: Heimamenn eiga ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni, vinni þeir leikinn hér í kvöld og tapi bæði ÍR og Njarðvík leikjum sínum þá ná þeir að stela lokasætinu í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Keflavík eygja enn heimavallarétt í úrslitakeppninni, til þess þurfa þeir að sigra og treysta á hagstæð úrslit hjá KR.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Fjölnisheimilið að fylgjast með leik Fjölni og Keflavíkur í seinustu umferð Iceland Express deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fjölnismenn voru grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Iceland Express deild karla í 99-98 tapi í framlengingu gegn Keflavík í kvöld. Fyrir leik vissu bæði lið að þau gætu breytt stöðu sinni í deildinni með sigri en það væri háð úrslitum annarra leikja. Keflvíkingar gátu tryggt sér heimavallarétt í úrslitakeppninni ef KR tapaði gegn ÍR á meðan Fjölnismenn voru háðir tapi ÍR og Njarðvíkur til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Dauft var í liðunum fyrstu mínúturnar en þá tóku Fjölnismenn við sér og náðu góðum 11-0 kafla sem tryggði þeim 7 stiga forystu í lok fyrsta leikhluta, 30-23. Keflvíkingar vöknuðu við það og var mikið jafnræði í öðrum leikhluta en Keflvíkingar náðu undir lokin að minnka muninn niður í 4 stig, 49-45. Þriðji leikhlutinn hófst með látum, Magnús Gunnar Þorsteinsson hóf skotsýningu fyrir utan þriggja stiga línuna og setti niður þrjá þrista á jafn mörgum mínútum sem færði Keflvíkingum forystuna. Þá tóku heimamenn aftur við sér og buðu upp á sína eigin þristasýningu, þrír þristar á aðeins nokkrum mínútum. Það gaf þeim ágætis forskot sem þeir héldu út leikhlutann og var staðan 73-65 fyrir Fjölni í lok leikhlutans. Háspenna var í fjórða leikhluta og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndunum. Hvorugt liðið náði að skora körfu undir lokin þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið ágætis færi og þurfti því framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum. Í framlengingunni skiptust liðin á forystunni fyrstu mínúturnar en þegar 50 sekúndur voru eftir á klukkunni steig Magnús aftur upp og setti gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu og fékk vítakast að auki sem gaf Keflvíkingum 2 stiga forskot. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir að hafa verið mjög nálægt því að skora flautukörfu og lauk leiknum því með 99-98 sigri Keflvíkinga. Fjölnismenn geta verið gríðarlega svekktir að hafa verið jafn nálægt því að komast í úrslitakeppnina, það reyndist þeim dýrt að klúðra einum 7 vítum í röð í fjórða leikhluta. Keflvíkingar hinsvegar geta verið ánægðir með leikinn, þeir fengu ágætis æfingu í háspennuleik fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. Hægt er að lesa textalýsingu af leiknum hér fyrir neðan. Sigurður: Fín æfing fyrir úrslitakeppnina„Háspennuleikur, skemmtilegur og frábær síðasti leikur í deildarkeppninni," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Fjölnismenn spiluðu gríðarlega vel og það er leiðinlegt fyrir þá að komast ekki í úrslitakeppnina, við vorum heppnir að ná sigrinum hérna í kvöld." „Við vissum að það yrði erfitt að ná fjórða sætinu og að við værum eiginlega fastir í fimmta sætinu. Það hefði mikið þurft að breytast til þess að við hefðum náð fjórða sætinu, við förum hinsvegar í alla leiki til að vinna þá. Það var meira undir fyrir Fjölnismenn og." „Vörnin var rosalega léleg fyrstu tíu mínúturnar en við náðum að laga það og það skóp sigurinn. Þessi leikur var fín æfing fyrir úrslitakeppnina, það eru flestir leikir svona spennandi þar og gott að fá æfingu í svoleiðis leikjum." Keflavík mætir Stjörnunni í fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Stjarnan er það lið sem við höfum átt mest í basli með í vetur, höfum tapað stórt gegn þeim hingað til en núna hefst ný keppni sem við ætlum að koma af fullum krafti í," sagði Sigurður. Örvar: Grátlegt er vægt til orða tekið„Grátlegt er eiginlega vægt til orða tekið, maður trúir þessu ekki, þetta er alveg hundfúlt," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnismanna eftir leikinn. „Við förum alltaf í alla leiki að gera okkar hluti, við ætluðum að vinna okkar leik og sjá til hvernig hinir leikirnir færu. Við vitum að Keflavík er með hörku lið, ríkjandi bikarmeistarar en mér fannst við vera betra liðið hérna í dag. Þeir eru hinsvegar með hörku leikmenn sem stíga upp á réttum tíma." „Hlutir duttu fyrir þá sem duttu ekki fyrir okkur hérna í seinni hálfleik, Magnús Gunnarsson skyldi liðin að hérna í framlengingunni. Við höfum verið skrefinu á undan allann leikinn en þeir náðu að klára þetta." Örvar Þór var ekki ánægður með dómarapar leiksins. „Ég er búinn að hrósa dómurum ítrekað í vetur og fyrst maður hrósar þeim reglulega á maður að geta gagnrýnt þá líka einstaka sinnum. Ég var ekki sáttur með dómaraparið hérna í kvöld, mér fannst virðingin liggja frekar mikið hjá leikmönnum Keflavíkur, það voru hlutir í lokin sem mér fannst halla á okkur." Fjölnismenn eru komnir í sumarfrí eftir þennan leik en Örvar tekur margt gott úr þessu tímabili. „Maður verður að taka jákvæðu hlutina út en það er náttúrulega neikvætt að komast ekki í úrslitakeppnina. Það eru hinsvegar ungir strákar að koma upp hjá mér og framtíðin er björt en það er undir liði mínu komið að taka næsta skref. Að fara úr því að vera næstum-því lið í að vera alvöru lið sem fer í úrslitakeppnina," sagði Örvar. Magnús: Þristunum mun rigna niður„Samkvæmt tölunum var þetta háspennuleikur en þetta skipti okkur eiginlega engu máli, við vissum að við myndum að öllum líkindum ekki komast ofar," sagði Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. „Þegar þrjár mínútur voru eftir vorum við einu stigi undir, við ákváðum að spila eins og við myndum spila í úrslitakeppninni og mér fannst það koma bara flott út, við náðum að klára leikinn. Þetta var flott æfing sem við stóðumst." Magnús var gríðarlega sterkur í seinni hluta leiksins og setti niður stórar körfur fyrir Keflvíkinga. „Aftur, mjög fín æfing fyrir úrslitakeppnina. Þetta er það sem koma skal í úrslitakeppninni og þristunum mun rigna niður í Keflavík og Garðabænum." Keflvíkingar mæta Stjörnunni í fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Maður er mjög spenntur fyrir þessu, við grúttöpuðum öllum leikjum liðanna hingað til. Það er kominn tími til spýta í lófann og vera karlmenn í þessu einvígi, annað en í hinum leikjunum," sagði Magnús.Fjölnir - Keflavík 98 - 99Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 18/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkarðsson 17, Nathan Walkup 16/12 fráköst, Calvin O'Neal 16, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 8, Trausti Eiríksson 5, Daði Berg Grétarsson 2, Haukur Sverrisson 2, Gunnar Ólafsson 2.Keflavík: Jarred Cole 37/19 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 28, Charles Michael Parker 14, Gunnar Stefánsson 6, Halldór Örn Halldórsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Valur Orri Valsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2.Leik lokið | Fjölnir 98 - 99 Keflavík: Fjölnismenn hrikalega nálægt því að skora sigurkörfuna en fer í körfuna og út.Framlenging: Fjölnismenn setja niður þrist á nokkrum sekúndum og brjóta strax á Keflvíkingum, Valur Orri Valsson fer á vítalínunna í stöðunni 99-98 þegar 1.8 sekúnda er eftir á klukkunni.Framlenging: Calvin O'Neal reynir erfitt skot og Jarred nær að blokka skotið, gríðarlega dýrmætt. Calvin er snöggur að brjóta á Jarred hann setur niður bæði vítaskotin.Framlenging: Allt að sjóða uppúr hérna í Grafarvoginum, Arnþór fær gott færi og kemur Fjölnismönnum í tveggja stiga forystu, 95-93. Maggi Gunn hinsvegar svarar með þrist fyrir Keflvíkinga og fær dæmda villu í kjölfarið, getur komið muninum í tvö stig þegar 23,4 sekúndur eru eftir á klukkunni. Staðan er 96-95Framlenging: Arnþór fær galopið skot fyrir utan teig og setur þrist, heimamönnum til mikillar gleði. Þvílík stemming á pöllunum þessar síðustu mínútur.Framlenging: Fjölnir búnir að klúðra sjö vítum í röð, gæti reynst þeim dýrkeypt. Staðan enn 92-90 fyrir Keflavík þegar 1:44 er eftir.Framlenging: 92-90 fyrir Keflavík þegar 2 mínútur eru búnar af framlengingunni.4. leikhluta lokið | Fjölnir 86 - 86 Keflavík: Hjalti Vilhjálmsson að setja niður MIKILVÆGAN þrist fyrir Fjölnismenn, kemur þeim í tveggja stiga mun þegar 50 sekúndur eru eftir, 86-84. Jarred Cole er fljótur að svara og jafnar í 86-86. 26 sekúndur eftir á klukkunni en heimamenn ná ekki að nýta sér sóknina og við erum á leiðinni í framlengingu.4. leikhluti: Liðin skiptast á eins stigs forystu, staðan 84-83 fyrir Keflvíkingum þegar tæplega 2 mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti: Magnús jafnar leikinn hér 80 - 80 þegar 4:42 eru eftir af leiknum með þristi úr horninu.4. leikhluti: Keflvíkingar eru ekki hættir, þeir eru búnir að minnka muninn niður í 3 stig þegar tæplega 7 mínútur eru eftir af leiknum, 75-723. leikhluta lokið | Fjölnir 73 - 65 Keflavík : Keflvíkingar byrjuðu leikhlutann betur og náðu forystunni eftir nokkrar mínútur eftir stórskotasýningu Magnúsar. Fjölnismenn tóku sig þá til og settu upp sína eigin þriggja stiga sýningu og náðu 8 stiga forskot rétt fyrir lok leikhlutans.3. leikhluti: Það er aldeilis! Þristunum heldur áfram að rigna niður í Grafarvoginum, eftir sýningu Magnúsar taka heimamenn sig til og setja þrjá þrista með stuttu millibili sem nær forystunni aftur fyrir Fjölnismenn, 60-58.3. leikhluti: Jahá, Sigurður hefur greinilega náð að kveikja í Magnúsi í liði Keflavíkur. Eftir að hafa sett niður einn þrist í fjórum tilraunum í fyrri hálfleik setur hann niður þrjá í röð á tæplega tveggja mínútna kafla.3. leikhluti: Heimamenn að bjóða upp á troðslusýningu áhorfendunum til mikillar gleði. Magnús Þór Gunnarsson er þó fljótur að slökkva í látunum með tveimur þristum með stuttu millibili sem kemur Keflvíkingum í forystuna, 51-53.Hálfleikur: Eins og staðan er þessa stundina eru heimamenn á leiðinni í úrslitakeppnina. ÍR og Njarðvík eru bæði að tapa sínum leikjum og myndi það skjóta Fjölnismönnum í úrslitakeppnina á grundvelli betri árangurs í innbyrðisleikjum við Njarðvík.2. leikhluta lokið | Fjölnir 49 - 45 Keflavík : Eftir ágætis kafla Fjölnismanna sem þeir koma muninum aftur upp í 8 stig skora Keflvíkingar síðustu stig leikhlutans og minnka muninn niður í 4 stig.2. leikhluti: Jafnræði með liðinum í öðrum leikhluta, Keflvíkingar þó búnir að minnka munninn niður í 3 stig þegar rúmlega 3. mínútur eru eftir af leikhlutanum.2. leikhluti: Jarryd Cole að spila mjög vel í fyrri hálfleik, kominn með 17 stig þegar annar leikhluti er hálfnaður.1. leikhluta lokið | Fjölnir 30 - 23 Keflavík: Eftir að gestirnir byrjuðu leikinn betur tóku heimamenn við sér og unnu sig inn í leikinn. Fjölnismenn náðu góðum kafla um miðjan hálfleikinn og náðu á tíma 10 stiga forskoti en Keflvíkingar náðu að minnka það fyrir lok leikhlutans.1. leikhluti: Fjölnismenn að eiga góðan 11-0 kafla og komnir með 8 stiga forystu, 22-14.1. leikhluti: Gestirnir leiða þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður 14-11.1. leikhluti: Nathan Walkup skorar fyrstu stig Fjölnis með huggulegri troðslu yfir Almar, leikmann Keflavíkur.Fyrir leik: Ekki hægt að segja að Keflvíkingar séu vel studdir hér í kvöld, af þeim stuðningsmönnum sem komnir eru sé ég engan í búning gestanna. Það eru hinsvegar margir sem skarta hinum gula Fjölnisbúning.Fyrir leik: Það er þétt setið í blaðamannastúkunni fyrir leikinn, ekki verður það sama sagt um áhorfendastúkuna en það eru enn 5. mínútur í leik og það gæti breyst. Tæplega 80 manns mættir þegar byrjað er að kynna leikmenn til leiks.Fyrir leik: Heimamenn eiga ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni, vinni þeir leikinn hér í kvöld og tapi bæði ÍR og Njarðvík leikjum sínum þá ná þeir að stela lokasætinu í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Keflavík eygja enn heimavallarétt í úrslitakeppninni, til þess þurfa þeir að sigra og treysta á hagstæð úrslit hjá KR.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Fjölnisheimilið að fylgjast með leik Fjölni og Keflavíkur í seinustu umferð Iceland Express deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira