Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 79-85 Guðmundur Marinó Ingvarsson í DB Schenker-höllinni skrifar 22. mars 2012 19:00 Þórsarar hafa komið allra liða mest á óvart í vetur. Þór sigraði Hauka 79-85 á útivelli í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka sem þegar voru fallnir í 1. deild og góðan endasprett náði Þór að knýja fram sigur og tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Þór leiddi nánast allan leikinn og í hvert skipti sem Haukar jöfnuðu metin eða komust yfir náði Þór alltaf að skipta um gír og tók leikinn í sínar hendur á ný. Sigurinn var því í raun aldrei í hættu hjá Þór þó Haukar hafi reynt sitt besta. Þór var einfaldlega sterkara liðið í kvöld og fagnaði þriðja sæti deildarinnar í leikslok sem verður að teljast frábær árangur hjá nýliðum á sama tíma og Haukar kvöddu deildina að sinni. Benedikt: Förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild"Það er ásættanlegt miðað við nýliða og ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. "Við höfum spila vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Pétur: Strákarnir eru á pari við efstu liðin"Þetta fór ekki eins og við ætluðum okkur, við ætluðum að kveðja deildina með sigri en við gerðum mistök sem við höfum verið að reyna að uppræta allt tímabilið sem gerði það að verkum að þeim tókst að skora mjög mikið á okkur í fyrri hálfleik, þeir fengu of margar auðveldar körfur og því fór sem fór," sagði Pétur Guðmundsson þjálfari Hauka í leikslok. "Sóknarleikurinn okkar var ekki heldur eins og hann á að sér að vera og það gefur augað leið að menn voru sárir og svekktir að falla og ég var að vona að það myndi ekki trufla okkur í leiknum en það gerði að greinilega. Strákarnir lögðu sig samt fram og ætluðu að sigra en það gekk ekki." "Endalaust útlendingavesen er það sem einkennir tímabilið og þá meina ég ekkert neikvætt gagnvart útlendingunum sjálfum heldur eru þetta meiðsli og leiðindi. Útlendingagildin eru mjög stór og mikill partur af þessari deild og ef þú lendir í veseni þar þá ertu í veseni allt tímabilið eins og við lendum í. Þessi strákar hér eru á pari við efstu liðin í deildinni að mínu mati en málið er það ef þú hefur ekki þessa útlendinga sem leiða liðið allt tímabilið þá nærðu ekki að skína eins og hin liðin hafa gert," sagði Pétur "Við sýndum þetta í leikjum gegn efstu liðunum í vetur. Við höfum verið að tapa þessu í lokin og með litlum mun þannig að við höfum sýnt hvað við getum." "Við munum nýta tímabilið í 1. deild vel, koma upp aftur og leika ekki verr. Það eru allt miklir Haukastrákar í liðinu. Þeirra bíður skemmtilegur tími hér. Þeir eru flestir í kringum tvítugt og geta verið á meðal fjögurra bestu í deildinni innan fárra ára. Um leið og þeir hafa öðlast reynslu geta þeir gert stóra og mikla hluti í þessari deild," sagði Pétur að lokum Leik lokið Haukar - Þór 79-854. leikhluti. Mínúta eftir og Þór með leikinn í hendi sér, 82-74.4. leikhluti. Haukar hafa ekki gefist um og hafa minnkað muninn í fimm stig, 79-74, þegar þrjár mínútur og 21 sekúnda er eftir af leiknum.4. leikhluti. Govens kominn með þrefalda tvennu, 21-10-10 og Þór níu stigum yfir 79-70 þegar fjórði leikhluti er hálfnaður.4. leikhluti. Haukar taka leikhlé þegar sjö mínútur eru eftir og Þór sjö stigum yfir 77-70.4. leikhluti. Tvær mínútur liðnar af síðasta fjórðungnum og Þór þremur stigum yfir 73-70.3. leikhluta lokið | Haukar - Þór 64-68 | Guðmundur Jónsson setti niður þriggja stiga flautukörfu og Þór því fjórum stigum yfir fyrir fjórða leikhluta. Govens stigahæstur gestanna með 21 stig, 8 fráköst og sjö stoðsendingar. Darri er enn í 17 stigum og Guðmundur Jónsson hefur skorað 15. Hjá Haukum er Smith stigahæstur með 16 stig og Joseph-Pauline og Haukur með 12 stig hvor.3. leikhluti. 2 mínútur eftir af leikhlutanum og Haukar einu stigi yfir, 62-61.3. leikhluti. Haukur Óskarsson slökkti í 7-0 kafla Þórs með góðum þrist. Haukur kominn í 10 stig. Staðan jöfn 59-59.3. leikhluti. Það tók Þór aðeins 40 sekúndur að komast yfir aftur, 57-56, Govens með fimm stig í röð og 17 alls.3. leikhluti. Leikhlutinn hálfnaður og enn gengur allt upp hjá Haukum, komnir fjórum stigum yfir 56-52.3. leikhluti. Emil Barja með þriggja stiga körfu og jafnar leikinn í 50-50 þegar þrjár og hálf mínúta er liðin af seinni hálfleik. Góð byrjun Hauka á seinni hálfleik og ljóst að liðið ætlar sýna hvað það getur þrátt fyrir að vera fallið.3. leikhluti. Haukar skora fjögur fyrstu stig seinni hálfleiks, Haukur Óskarsson með þau öll. Vel gert hjá stráknum.3. leikhluti. Seinni hálfleikur hafinn. Þór byrjar með boltann.Hálfleikur | Haukar - Þór 41-48 | Emil Barja setti niður síðustu körfu fyrri hálfleiks þegar rétt 4 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í sjö stig. Þórsarar hafa verið mun öflugri aðilinn í leiknum og hefur Darri Hilmarsson farið á kostum en hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Govens hefur skorað 12 stig, tekið 6 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Hjá Haukum var Smith atvkæðamestur með 12 stig. Joseph-Pauline skoraði 10.2. leikhluti. Tvær og hálf mínúta eftir af fyrri hálfleik og Þór sex stigum yfir, 40-34. Þórsarar virka mun sterkari og virðast vera með leikinn í hendi sér þó Haukar séu ekki langt undan.2. leikhluti. Leikhlutinn er hálfnaður og Þór er þremur stigum yfir 34-31.2. leikhluti. Haukar hafa jafnað metin, 30-30, Joseph-Pauline öruggur af vítalínunni. 2. leikhluti. Aðeins meiri ákefð er í leik Hauka hér í öðrum leikhluta en þeim fyrsta og hefur liðið minnkað muninn í tvö stig, 30-28 og 7 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti. Leikhlutinn er varla hafinn þegar Janev setur niður þriggja stiga skot fyrir Þór og að auki stelur Darri boltanum úr innkastinu og bætir tveimur stigum við. 28-17 fyrir Þór.1. leikhluta lokið. | Haukar-Þór 17-23 | Gestirnir hafa verið mun sterkari en Haukar skoruðu flautukörfu og munurinn því aðeins sex stig. Darri Hilmarsson hefur skorað mest fyrir Þór, níu stig. Christopher Smith er með sex stig fyrir Hauka.1. leikhluti. Darri Hilmarsson hefur skorað tvær þriggja stiga körfur og setti nú niður tvö plús víti. Steinar Antonsson svaraði með þriggja stiga körfu. 21-13 fyrir Þór þegar 2 mínútur eru eftir af leikhlutanum.1. leikhluti. Enn einn þristurinn, 8-16 fyrir Þór og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum.1. leikhluti. Það rignir þristum hjá gestunum. Þór er 13-6 yfir og hefur hitt úr þrem þriggja stiga skotum af fimm hér á fyrstu fimm mínútunum.1. leikhluti. Gestiirnir komnir á blað eftir rúmar 2 mínútur, 4-2 fyrir Hauka.1. leikhluti. Leikurinn er hafinn og Haukar skora fyrstu stig leiksins. Fyrir leik. Þór getur náð öðru sætinu með sigri í kvöld en til þess að það gerist þarf allt að falla með þeim í öðrum leikjum kvöldsins. Haukar eru þegar fallnir í 1. deild.Fyrir leik. Liðin eru nú kynnt en það skilst ekki orð af því sem vallarþulurinn segir, hljóðkerfið í tjóni á meðan gestirnir voru kynntir. Þetta var lagað áður en heimamenn voru kynntir til sögunnar.Fyrir leik. Það eru fimm mínútur í leik og alls níu Haukamenn mættir að Ásvelli. Það eru öllu fleiri Þórsarar í húsinu og munu þeir að öllum líkindum halda stemningunni uppi.Fyrir leik. Vaktin heilsar úr Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Þór sigraði Hauka 79-85 á útivelli í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka sem þegar voru fallnir í 1. deild og góðan endasprett náði Þór að knýja fram sigur og tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Þór leiddi nánast allan leikinn og í hvert skipti sem Haukar jöfnuðu metin eða komust yfir náði Þór alltaf að skipta um gír og tók leikinn í sínar hendur á ný. Sigurinn var því í raun aldrei í hættu hjá Þór þó Haukar hafi reynt sitt besta. Þór var einfaldlega sterkara liðið í kvöld og fagnaði þriðja sæti deildarinnar í leikslok sem verður að teljast frábær árangur hjá nýliðum á sama tíma og Haukar kvöddu deildina að sinni. Benedikt: Förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild"Það er ásættanlegt miðað við nýliða og ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. "Við höfum spila vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Pétur: Strákarnir eru á pari við efstu liðin"Þetta fór ekki eins og við ætluðum okkur, við ætluðum að kveðja deildina með sigri en við gerðum mistök sem við höfum verið að reyna að uppræta allt tímabilið sem gerði það að verkum að þeim tókst að skora mjög mikið á okkur í fyrri hálfleik, þeir fengu of margar auðveldar körfur og því fór sem fór," sagði Pétur Guðmundsson þjálfari Hauka í leikslok. "Sóknarleikurinn okkar var ekki heldur eins og hann á að sér að vera og það gefur augað leið að menn voru sárir og svekktir að falla og ég var að vona að það myndi ekki trufla okkur í leiknum en það gerði að greinilega. Strákarnir lögðu sig samt fram og ætluðu að sigra en það gekk ekki." "Endalaust útlendingavesen er það sem einkennir tímabilið og þá meina ég ekkert neikvætt gagnvart útlendingunum sjálfum heldur eru þetta meiðsli og leiðindi. Útlendingagildin eru mjög stór og mikill partur af þessari deild og ef þú lendir í veseni þar þá ertu í veseni allt tímabilið eins og við lendum í. Þessi strákar hér eru á pari við efstu liðin í deildinni að mínu mati en málið er það ef þú hefur ekki þessa útlendinga sem leiða liðið allt tímabilið þá nærðu ekki að skína eins og hin liðin hafa gert," sagði Pétur "Við sýndum þetta í leikjum gegn efstu liðunum í vetur. Við höfum verið að tapa þessu í lokin og með litlum mun þannig að við höfum sýnt hvað við getum." "Við munum nýta tímabilið í 1. deild vel, koma upp aftur og leika ekki verr. Það eru allt miklir Haukastrákar í liðinu. Þeirra bíður skemmtilegur tími hér. Þeir eru flestir í kringum tvítugt og geta verið á meðal fjögurra bestu í deildinni innan fárra ára. Um leið og þeir hafa öðlast reynslu geta þeir gert stóra og mikla hluti í þessari deild," sagði Pétur að lokum Leik lokið Haukar - Þór 79-854. leikhluti. Mínúta eftir og Þór með leikinn í hendi sér, 82-74.4. leikhluti. Haukar hafa ekki gefist um og hafa minnkað muninn í fimm stig, 79-74, þegar þrjár mínútur og 21 sekúnda er eftir af leiknum.4. leikhluti. Govens kominn með þrefalda tvennu, 21-10-10 og Þór níu stigum yfir 79-70 þegar fjórði leikhluti er hálfnaður.4. leikhluti. Haukar taka leikhlé þegar sjö mínútur eru eftir og Þór sjö stigum yfir 77-70.4. leikhluti. Tvær mínútur liðnar af síðasta fjórðungnum og Þór þremur stigum yfir 73-70.3. leikhluta lokið | Haukar - Þór 64-68 | Guðmundur Jónsson setti niður þriggja stiga flautukörfu og Þór því fjórum stigum yfir fyrir fjórða leikhluta. Govens stigahæstur gestanna með 21 stig, 8 fráköst og sjö stoðsendingar. Darri er enn í 17 stigum og Guðmundur Jónsson hefur skorað 15. Hjá Haukum er Smith stigahæstur með 16 stig og Joseph-Pauline og Haukur með 12 stig hvor.3. leikhluti. 2 mínútur eftir af leikhlutanum og Haukar einu stigi yfir, 62-61.3. leikhluti. Haukur Óskarsson slökkti í 7-0 kafla Þórs með góðum þrist. Haukur kominn í 10 stig. Staðan jöfn 59-59.3. leikhluti. Það tók Þór aðeins 40 sekúndur að komast yfir aftur, 57-56, Govens með fimm stig í röð og 17 alls.3. leikhluti. Leikhlutinn hálfnaður og enn gengur allt upp hjá Haukum, komnir fjórum stigum yfir 56-52.3. leikhluti. Emil Barja með þriggja stiga körfu og jafnar leikinn í 50-50 þegar þrjár og hálf mínúta er liðin af seinni hálfleik. Góð byrjun Hauka á seinni hálfleik og ljóst að liðið ætlar sýna hvað það getur þrátt fyrir að vera fallið.3. leikhluti. Haukar skora fjögur fyrstu stig seinni hálfleiks, Haukur Óskarsson með þau öll. Vel gert hjá stráknum.3. leikhluti. Seinni hálfleikur hafinn. Þór byrjar með boltann.Hálfleikur | Haukar - Þór 41-48 | Emil Barja setti niður síðustu körfu fyrri hálfleiks þegar rétt 4 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í sjö stig. Þórsarar hafa verið mun öflugri aðilinn í leiknum og hefur Darri Hilmarsson farið á kostum en hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Govens hefur skorað 12 stig, tekið 6 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Hjá Haukum var Smith atvkæðamestur með 12 stig. Joseph-Pauline skoraði 10.2. leikhluti. Tvær og hálf mínúta eftir af fyrri hálfleik og Þór sex stigum yfir, 40-34. Þórsarar virka mun sterkari og virðast vera með leikinn í hendi sér þó Haukar séu ekki langt undan.2. leikhluti. Leikhlutinn er hálfnaður og Þór er þremur stigum yfir 34-31.2. leikhluti. Haukar hafa jafnað metin, 30-30, Joseph-Pauline öruggur af vítalínunni. 2. leikhluti. Aðeins meiri ákefð er í leik Hauka hér í öðrum leikhluta en þeim fyrsta og hefur liðið minnkað muninn í tvö stig, 30-28 og 7 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti. Leikhlutinn er varla hafinn þegar Janev setur niður þriggja stiga skot fyrir Þór og að auki stelur Darri boltanum úr innkastinu og bætir tveimur stigum við. 28-17 fyrir Þór.1. leikhluta lokið. | Haukar-Þór 17-23 | Gestirnir hafa verið mun sterkari en Haukar skoruðu flautukörfu og munurinn því aðeins sex stig. Darri Hilmarsson hefur skorað mest fyrir Þór, níu stig. Christopher Smith er með sex stig fyrir Hauka.1. leikhluti. Darri Hilmarsson hefur skorað tvær þriggja stiga körfur og setti nú niður tvö plús víti. Steinar Antonsson svaraði með þriggja stiga körfu. 21-13 fyrir Þór þegar 2 mínútur eru eftir af leikhlutanum.1. leikhluti. Enn einn þristurinn, 8-16 fyrir Þór og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum.1. leikhluti. Það rignir þristum hjá gestunum. Þór er 13-6 yfir og hefur hitt úr þrem þriggja stiga skotum af fimm hér á fyrstu fimm mínútunum.1. leikhluti. Gestiirnir komnir á blað eftir rúmar 2 mínútur, 4-2 fyrir Hauka.1. leikhluti. Leikurinn er hafinn og Haukar skora fyrstu stig leiksins. Fyrir leik. Þór getur náð öðru sætinu með sigri í kvöld en til þess að það gerist þarf allt að falla með þeim í öðrum leikjum kvöldsins. Haukar eru þegar fallnir í 1. deild.Fyrir leik. Liðin eru nú kynnt en það skilst ekki orð af því sem vallarþulurinn segir, hljóðkerfið í tjóni á meðan gestirnir voru kynntir. Þetta var lagað áður en heimamenn voru kynntir til sögunnar.Fyrir leik. Það eru fimm mínútur í leik og alls níu Haukamenn mættir að Ásvelli. Það eru öllu fleiri Þórsarar í húsinu og munu þeir að öllum líkindum halda stemningunni uppi.Fyrir leik. Vaktin heilsar úr Schenkerhöllinni að Ásvöllum.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira