Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2012 20:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. „Við gerðum það sem þurfti og um miðjan síðari hálfleik var ég farinn að skipta liðinu mikið út til að spara krafta fyrir morgundaginn. Það kom niður á leik okkar síðustu fimmtán mínúturnar þegar þetta var orðin hálfgerð leikleysa. Við spiluðum ekki nægilega vel í lokin og áttum að vinna þetta stærra en við gerðum það sem þurfti," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn var svolítið kaflaskiptur. Við spiluðum ágætis vörn og fengum bara sjö mörk á okkur sem er ekki hægt að kvarta yfir. Hraðaupphlaupin voru aftur á móti ekki nógu agressív, Guðjón Valur var að skora en aðrir tóku lítinn þátt að mínu mati. Það getum við lagað því við þurfum að vera agressívari sem lið í hraðaupphlaupunum," sagði Guðmundur. „Sóknarleikurinn gekk tiltölulega vel þegar við vorum á fullu enda var þetta kannski ekki sterk vörn. Við gerum okkur seka með að fara með alltof mikið af dauðafærum þar sem leikmenn voru að taka kæruleysisleg skot. Menn voru að reyna að snúa boltanum framhjá markvörðunum og það er eitthvað sem ég vil ekki sjá," sagði Guðmundur og hann viðurkenndi að það hafi verið stress í íslenska liðinu í leiknum. „Ég held að menn hafi verið pínulítið taugaveiklaðir því mér fannst þungt yfir liðinu fyrstu tíu mínúturnar og það er oft einkenni þess þegar menn eru stressaðir og vita að það er mikið undir. Það er alltaf svolítill skrekkur í mönnum þegar þeir byrja svona verkefni en fyrstu tólf mínúturnar í seinni hálfleik voru mjög öflugar, bæði varnarlega og sóknarlega," sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið mætir Japan á morgun og er það hreinn úrslitaleikur um sæti á Ólympíuleikunum í London. Guðmundur segir liðið þurfa að spila betur þá. „Japanir eru stórhættulegir því þeir eru með mjög fljóta leikmenn og eru óþægilegur andstæðingur. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því. Þeir gerðu Austurríkismönnum mikla skráveifu og pökkuðum þeim saman á síðasta HM fyrir ári síðan. Þeir eru tveimur mörkum undir í hálfeik á móti Króötum sem segir sína sögu um styrkleika þeirra. Þeir eru miklu sneggri og spila miklu hraðar en þetta Síle-lið og við þurfum að gera miklu betur í leiknum á morgun heldur en í dag," sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. „Við gerðum það sem þurfti og um miðjan síðari hálfleik var ég farinn að skipta liðinu mikið út til að spara krafta fyrir morgundaginn. Það kom niður á leik okkar síðustu fimmtán mínúturnar þegar þetta var orðin hálfgerð leikleysa. Við spiluðum ekki nægilega vel í lokin og áttum að vinna þetta stærra en við gerðum það sem þurfti," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn var svolítið kaflaskiptur. Við spiluðum ágætis vörn og fengum bara sjö mörk á okkur sem er ekki hægt að kvarta yfir. Hraðaupphlaupin voru aftur á móti ekki nógu agressív, Guðjón Valur var að skora en aðrir tóku lítinn þátt að mínu mati. Það getum við lagað því við þurfum að vera agressívari sem lið í hraðaupphlaupunum," sagði Guðmundur. „Sóknarleikurinn gekk tiltölulega vel þegar við vorum á fullu enda var þetta kannski ekki sterk vörn. Við gerum okkur seka með að fara með alltof mikið af dauðafærum þar sem leikmenn voru að taka kæruleysisleg skot. Menn voru að reyna að snúa boltanum framhjá markvörðunum og það er eitthvað sem ég vil ekki sjá," sagði Guðmundur og hann viðurkenndi að það hafi verið stress í íslenska liðinu í leiknum. „Ég held að menn hafi verið pínulítið taugaveiklaðir því mér fannst þungt yfir liðinu fyrstu tíu mínúturnar og það er oft einkenni þess þegar menn eru stressaðir og vita að það er mikið undir. Það er alltaf svolítill skrekkur í mönnum þegar þeir byrja svona verkefni en fyrstu tólf mínúturnar í seinni hálfleik voru mjög öflugar, bæði varnarlega og sóknarlega," sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið mætir Japan á morgun og er það hreinn úrslitaleikur um sæti á Ólympíuleikunum í London. Guðmundur segir liðið þurfa að spila betur þá. „Japanir eru stórhættulegir því þeir eru með mjög fljóta leikmenn og eru óþægilegur andstæðingur. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því. Þeir gerðu Austurríkismönnum mikla skráveifu og pökkuðum þeim saman á síðasta HM fyrir ári síðan. Þeir eru tveimur mörkum undir í hálfeik á móti Króötum sem segir sína sögu um styrkleika þeirra. Þeir eru miklu sneggri og spila miklu hraðar en þetta Síle-lið og við þurfum að gera miklu betur í leiknum á morgun heldur en í dag," sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira