Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 22:41 Það fór vel á með Luke Humphries og Paul Lim í Alexandra Palace í kvöld. Getty/John Walton Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum. Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni. Pílukast Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni.
Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1
Pílukast Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira