Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 88-82 Elvar Geir Magnússon í Toyota-höllinni skrifar 2. apríl 2012 18:45 Keflvíkingar knúðu fram oddaleik í rimmu sinni gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með góðum lokaspretti í jafnri og spennandi viðureign en oddaleikurinn fer fram í Garðabænum á fimmtudagskvöldið. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með níu stiga mun eftir fyrsta fjórðung þar sem Valur Orri Valsson var að gera Stjörnunni lífið leitt. Meiri ákefð var í Garðbæingum í öðrum leikhluta sem skilaði þeim fimm stiga forystu í hálfleik. Marvin Valdimarsson var í fararbroddi. Keflvíkingar voru með eins stigs forystu í fyrir síðasta leikhlutann. Þeir byrjuðu hann samt hikstandi og skoruðu sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik í honum. En á lokamínútunum komust þeir í gírinn og má segja að þriggja stiga karfa Vals Orra sem kom þeim í 84-79 þegar tæp mínúta var eftir hafi verið banabiti Stjörnumanna. Úrslitin 88-82. Það var hart barist í leiknum í kvöld og oft á kostnað gæða leiksins. En spennan var til staðar frá upphafi til enda og ljóst að það má búast við svakalegum körfuboltaleik í Garðabænum síðar í vikunni.Keflavík-Stjarnan 88-82 (32-23, 13-27, 27-21, 16-11)Keflavík: Charles Michael Parker 24/12 fráköst, Jarryd Cole 22/14 fráköst, Valur Orri Valsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 5.Stjarnan: Justin Shouse 20/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 18/7 fráköst, Keith Cothran 14/4 fráköst, Jovan Zdravevski 11/7 fráköst, Renato Lindmets 9/8 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 4, Dagur Kár Jónsson 4, Fannar Freyr Helgason 2.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Sigurður: Svona mun þetta vera "Þessi leikur tók á taugarnar fyrir bæði lið eðlilega. Svona á þetta að vera og svona mun þetta vera," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. "Ég er hrikalega ánægður með baráttuna hjá okkur. Margir voru voða öruggir um að Stjarnan myndi vinna okkur sem mér finnst í raun og veru fáránlegt." "Leikurinn á fimmtudag verður alvöru. Þá fer annað liðið heim svo það er allt í húfi fyrir bæði liðin."Marvin: Neglum þá á fimmtudaginn "Þetta var hörkuleikur og synd að við höfum ekki náð að klára þetta," sagði Marvin Valdimarsson Stjörnumaður. "Mér fannst fyrsti leikurinn mun betur spilaður af báðum liðum. Þeir mættu bara aggressívir og tóku þetta, þeir voru betri í kvöld." "Við getum bætt svo mikið, við klúðruðum fullt af layuppum. Það hefði klárað leikinn. Við þurfum að hitta úr þessu ef við ætlum að vinna lið eins og Keflavík. Við munum undirbúa okkur mjög vel fyrir oddaleikinn, við setjumst niður og förum yfir það sem þarf að laga. Við neglum þá á fimmtudaginn." Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi.4. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 88-82: Keflavík kláraði þetta á lokasprettinum í leik sem var spennandi frá fyrstu mínútu. Þetta einvígi fer því í oddaleik sem verður á fimmtudag! Jarryd Coyle 22 stig, Parker 20. Hjá Stjörnunni skoraði Justin Shouse 20 og Marvin 18.4. leikhluti: Fólk er staðið upp í stúkunni. 84-79. Mínúta eftir... lítur vel út fyrir Keflavík! Teitur Örlygsson er gríðarduglegur við að lifa sig inn í leikinn og hefur verið extra líflegur núna, komið með dómarabendingar og hoppað um.4. leikhluti: 79-77 fyrir Keflavík. 2:48 eftir þegar tekið er leikhlé!!4. leikhluti: 74-76. Tæpar fimm mínútur liðnar af leikhlutanum og Keflavík að skora sín fyrstu stig í honum!4. leikhluti: 72-76. Góð byrjun Stjörnunnar í síðasta fjórðungnum.3. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 72-71: Það er magnaður lokasprettur eftir af þessum leik! Það er ljóst. Þetta hefur verið að sveiflast fram og til baka en Keflavík með eins stigs forystu fyrir síðustu 10 mínúturnar. Jarryd Cole með 22 stig fyrir Keflavík og Charles Parker 20. Justin Shouse orðinn stigahæstur í Stjörnunni með 17 stig, Marvin hefur skorað 16 og Cothran 14.3. leikhluti: Sigurður Ingimundarson lætur dómarana heyra það. Það er allt á suðupunkti enda mikilvægi leiksins mikið. Staðan er 66-65 þegar rúmar tvær mínútur eru eftir af fjórðungnum.3. leikhluti: Hávaðinn í sláturhúsinu fer stighækkandi, náði líklega hámarki áðan þegar Magnús Þór Gunnarsson smellti niður glæsilegum þristi. Staðan er 56-54 fyrir Keflavík og fátt sem bendir til annars en þetta verði spenna allt til loka.3. leikhluti: 47-52. Fannar Helgason Stjörnumaður kominn með sína þriðju villu. Hálfleikur | Keflavík - Stjarnan 45-50: Gestirnir úr Garðabænum verið ákafir eftir fremur dapra byrjun og það skilar þeim fimm stiga forystu í hálfleik. Jarryd Cole með 15 stig fyrir Keflavík og Valur Orri Valsson 10. Þá er Charles Parker með 9 stig og 6 fráköst. Í liði Stjörnunnar hefur Keith Cothran skorað skorað 13 stig og Marvin Valdimarsson 12 ásamt því að hafa tekið 5 fráköst. 2. leikhluti: Líf og fjör í þessum leik og margar glæsilegar körfur sem hafa komið síðustu mínútur. Jarryd Cole tók glæsilega troðslu hérna rétt áðan. Stjarnan leiðir með fimm stigum þegar innan við mínúta er til hálfleiks. 2. leikhluti: 38-39. Stjarnan hefur tekið forystuna! 2. leikhluti: 34-32. 6 mín eftir af leikhlutanum. Stjarnan að saxa á forskotið, þarf samt aðeins betra framlag frá lykilmönnum. Magnús Þór Gunnarsson er búinn að skipta um skó síðan leikurinn hófst. Spurning hvort það geri mikið fyrir hann. 2. leikhluti: er hafinn. Spurning hvort Stjarnan nái að stöðva Val Orra Valsson sem hefur verið liðinu mjög erfiður hér í upphafi leiks. 1. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 32-23: Keflvíkingar með níu stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Nú fá áhorfendur að spreyta sig á borgarskoti Iceland Express sem alltaf nýtur mikilla vinsælda. 1. leikhluti: Skammt eftir af fyrsta fjórðung og Keflavík leiðir enn með sex stigum, 25-19. Fannar Helgason Stjörnumaður fékk áðan óíþróttamannslega villu. Valur Orri Valsson hefur verið sjóðandi heitur hjá heimamönnum og er kominn með tíu stig. 1. leikhluti: Leikurinn byrjar fjörlega. Keflvíkingar eru yfir eftir fyrstu mínútur leiksins 11-5. Fyrir leik: Teitur Örlygsson. þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali á X-inu í dag að honum þættu Keflvíkingar full hrokafullir og líta niður á Stjörnuna þó ekki væri innistæða fyrir því. Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson og Davíð Hreiðarsson eru dómarar í kvöld. Fyrir leik: Það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í kvöld. Ef þeir vinna ekki þá eru þeir komnir í frí. Fyrir leik: Það er verið að básúna handboltatónlist um Toyota-sláturhúsið á meðan liðin tvö eru að hita upp. Nú þegar er þétt setið í stórum hluta stúkunnar. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Keflvíkingar knúðu fram oddaleik í rimmu sinni gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með góðum lokaspretti í jafnri og spennandi viðureign en oddaleikurinn fer fram í Garðabænum á fimmtudagskvöldið. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með níu stiga mun eftir fyrsta fjórðung þar sem Valur Orri Valsson var að gera Stjörnunni lífið leitt. Meiri ákefð var í Garðbæingum í öðrum leikhluta sem skilaði þeim fimm stiga forystu í hálfleik. Marvin Valdimarsson var í fararbroddi. Keflvíkingar voru með eins stigs forystu í fyrir síðasta leikhlutann. Þeir byrjuðu hann samt hikstandi og skoruðu sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik í honum. En á lokamínútunum komust þeir í gírinn og má segja að þriggja stiga karfa Vals Orra sem kom þeim í 84-79 þegar tæp mínúta var eftir hafi verið banabiti Stjörnumanna. Úrslitin 88-82. Það var hart barist í leiknum í kvöld og oft á kostnað gæða leiksins. En spennan var til staðar frá upphafi til enda og ljóst að það má búast við svakalegum körfuboltaleik í Garðabænum síðar í vikunni.Keflavík-Stjarnan 88-82 (32-23, 13-27, 27-21, 16-11)Keflavík: Charles Michael Parker 24/12 fráköst, Jarryd Cole 22/14 fráköst, Valur Orri Valsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 5.Stjarnan: Justin Shouse 20/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 18/7 fráköst, Keith Cothran 14/4 fráköst, Jovan Zdravevski 11/7 fráköst, Renato Lindmets 9/8 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 4, Dagur Kár Jónsson 4, Fannar Freyr Helgason 2.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Sigurður: Svona mun þetta vera "Þessi leikur tók á taugarnar fyrir bæði lið eðlilega. Svona á þetta að vera og svona mun þetta vera," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. "Ég er hrikalega ánægður með baráttuna hjá okkur. Margir voru voða öruggir um að Stjarnan myndi vinna okkur sem mér finnst í raun og veru fáránlegt." "Leikurinn á fimmtudag verður alvöru. Þá fer annað liðið heim svo það er allt í húfi fyrir bæði liðin."Marvin: Neglum þá á fimmtudaginn "Þetta var hörkuleikur og synd að við höfum ekki náð að klára þetta," sagði Marvin Valdimarsson Stjörnumaður. "Mér fannst fyrsti leikurinn mun betur spilaður af báðum liðum. Þeir mættu bara aggressívir og tóku þetta, þeir voru betri í kvöld." "Við getum bætt svo mikið, við klúðruðum fullt af layuppum. Það hefði klárað leikinn. Við þurfum að hitta úr þessu ef við ætlum að vinna lið eins og Keflavík. Við munum undirbúa okkur mjög vel fyrir oddaleikinn, við setjumst niður og förum yfir það sem þarf að laga. Við neglum þá á fimmtudaginn." Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi.4. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 88-82: Keflavík kláraði þetta á lokasprettinum í leik sem var spennandi frá fyrstu mínútu. Þetta einvígi fer því í oddaleik sem verður á fimmtudag! Jarryd Coyle 22 stig, Parker 20. Hjá Stjörnunni skoraði Justin Shouse 20 og Marvin 18.4. leikhluti: Fólk er staðið upp í stúkunni. 84-79. Mínúta eftir... lítur vel út fyrir Keflavík! Teitur Örlygsson er gríðarduglegur við að lifa sig inn í leikinn og hefur verið extra líflegur núna, komið með dómarabendingar og hoppað um.4. leikhluti: 79-77 fyrir Keflavík. 2:48 eftir þegar tekið er leikhlé!!4. leikhluti: 74-76. Tæpar fimm mínútur liðnar af leikhlutanum og Keflavík að skora sín fyrstu stig í honum!4. leikhluti: 72-76. Góð byrjun Stjörnunnar í síðasta fjórðungnum.3. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 72-71: Það er magnaður lokasprettur eftir af þessum leik! Það er ljóst. Þetta hefur verið að sveiflast fram og til baka en Keflavík með eins stigs forystu fyrir síðustu 10 mínúturnar. Jarryd Cole með 22 stig fyrir Keflavík og Charles Parker 20. Justin Shouse orðinn stigahæstur í Stjörnunni með 17 stig, Marvin hefur skorað 16 og Cothran 14.3. leikhluti: Sigurður Ingimundarson lætur dómarana heyra það. Það er allt á suðupunkti enda mikilvægi leiksins mikið. Staðan er 66-65 þegar rúmar tvær mínútur eru eftir af fjórðungnum.3. leikhluti: Hávaðinn í sláturhúsinu fer stighækkandi, náði líklega hámarki áðan þegar Magnús Þór Gunnarsson smellti niður glæsilegum þristi. Staðan er 56-54 fyrir Keflavík og fátt sem bendir til annars en þetta verði spenna allt til loka.3. leikhluti: 47-52. Fannar Helgason Stjörnumaður kominn með sína þriðju villu. Hálfleikur | Keflavík - Stjarnan 45-50: Gestirnir úr Garðabænum verið ákafir eftir fremur dapra byrjun og það skilar þeim fimm stiga forystu í hálfleik. Jarryd Cole með 15 stig fyrir Keflavík og Valur Orri Valsson 10. Þá er Charles Parker með 9 stig og 6 fráköst. Í liði Stjörnunnar hefur Keith Cothran skorað skorað 13 stig og Marvin Valdimarsson 12 ásamt því að hafa tekið 5 fráköst. 2. leikhluti: Líf og fjör í þessum leik og margar glæsilegar körfur sem hafa komið síðustu mínútur. Jarryd Cole tók glæsilega troðslu hérna rétt áðan. Stjarnan leiðir með fimm stigum þegar innan við mínúta er til hálfleiks. 2. leikhluti: 38-39. Stjarnan hefur tekið forystuna! 2. leikhluti: 34-32. 6 mín eftir af leikhlutanum. Stjarnan að saxa á forskotið, þarf samt aðeins betra framlag frá lykilmönnum. Magnús Þór Gunnarsson er búinn að skipta um skó síðan leikurinn hófst. Spurning hvort það geri mikið fyrir hann. 2. leikhluti: er hafinn. Spurning hvort Stjarnan nái að stöðva Val Orra Valsson sem hefur verið liðinu mjög erfiður hér í upphafi leiks. 1. leikhluti | Keflavík - Stjarnan 32-23: Keflvíkingar með níu stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Nú fá áhorfendur að spreyta sig á borgarskoti Iceland Express sem alltaf nýtur mikilla vinsælda. 1. leikhluti: Skammt eftir af fyrsta fjórðung og Keflavík leiðir enn með sex stigum, 25-19. Fannar Helgason Stjörnumaður fékk áðan óíþróttamannslega villu. Valur Orri Valsson hefur verið sjóðandi heitur hjá heimamönnum og er kominn með tíu stig. 1. leikhluti: Leikurinn byrjar fjörlega. Keflvíkingar eru yfir eftir fyrstu mínútur leiksins 11-5. Fyrir leik: Teitur Örlygsson. þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali á X-inu í dag að honum þættu Keflvíkingar full hrokafullir og líta niður á Stjörnuna þó ekki væri innistæða fyrir því. Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson og Davíð Hreiðarsson eru dómarar í kvöld. Fyrir leik: Það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í kvöld. Ef þeir vinna ekki þá eru þeir komnir í frí. Fyrir leik: Það er verið að básúna handboltatónlist um Toyota-sláturhúsið á meðan liðin tvö eru að hita upp. Nú þegar er þétt setið í stórum hluta stúkunnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira